Innlent

Risessan lögð af stað

Átta metra dúkkan Risessa fór á flakk um götur borgarinnar um nú í morgun að viðstöddum miklum fjölda áhorfenda. Risessan er hluti af stórsýningu franska götuleikhússins Royal de Luxe sem standa mun í dag og á morgun og segja má að þessa daga verði miðborgin eitt stórt leiksvið þar sem Risessan hugljúfa og faðir hennar risinn takast á.

Risessan vaknaði í hljómskálagarðinum í morgun og mun ganga Fríkirkjuveg, Pósthússtræti, Tryggvagötu, Hafnarstræti, Lækjartorg, Skólavörðustíg og upp að Hallgrímskirkju. Þar leggur hún sig um klukkan eitt. Þaðan heldur hún svo klukkan þrjú niður Skólavörðustíginn, upp Laugaveg, Snorrabraut og eftir Sæbrautinni en hún gistir á hafnarbakkanum í nótt.

Þar vaknar hún um hálfellefu í fyrramálið og fer í sturtu. Hún gengur svo inn á Ingólfstorg, Aðalstræti, Lækjargötu og Fríkirkjuveg þar sem hún hittir fyrir risann um kl. 11.30.

Lokaganga Risessunnar hefst svo klukkan þrjú á morgun á Lækjartorgi. Þaðan verður gengið upp Hverfisgötuna, Snorrabraut, Sæbraut og að hafnarbakkanum aftur þar sem lokaatriðið hefst um klukkan fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×