Innlent

Karlmaður slasast í bílveltu

MYND/RE

Karlmaður á tvítugsaldri slasaðist þegar bíll sem hann ók valt við bæinn Vindhæli á Skagastrandarvegi um hálf sjöleytið í morgun. Bíllinn er talinn gjörónýtur.

Það var vegfarandi sem gerði lögreglunni viðvart um slysið en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blöndósi liggur ekki fyrir hvað olli því að bíllinn, sem er fólksbíll, valt með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn var í fyrstu fluttur á sjúkrahúsið á Blöndósi en þaðan til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×