Innlent

Stöðvaður með smygl á leið frá Grundartanga

MYND/Vilhelm

Lögreglan á Akranesi rannsakar nú smyglmál en hún stöðvaði um hádegisbilið í dag bifreið sem var að koma frá Grundartangahöfn. Eftir því sem segir á vef Skessuhorns reyndust sex kassar af bjór í bílnum, 21 karton af sígarettum og 5 lítrar af sterku áfengi sem lögregla lagði hald á.

Eigandinn var yfirheyrður en á vettvangi hann þá skýringu að honum hefði verið gefinn varningurinn. Fram kemur á vef Skessuhorns að maðurinn hafi ekki verið í áhöfn skips sem var í höfninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×