Innlent

Íslendingar kjósa að flytja til Danmerkur

MYND/365

Alls hafa 7.300 fleiri Íslendingar flutt frá landinu en til þess á síðustu tuttugu árum samkvæmt samantekt fjármálaráðuneytisins á búferlaflutningum íslenskra ríkisborgara. Á sama tíma hafa rúmlega 20 þúsund fleiri útlendingar flutt til landsins en frá því.

Samkvæmt vefriti fjármálaráðuneytisins hafa frá árinu 1987 til 2007 55 þúsund Íslendingar flutt af landi brott. Á sama tíma sneru um 47 þúsund til baka. Um 80 prósent brottfluttra Íslendinga fara til einhverra Norðurlandanna og þá helst Danmerkur. Almennt er hlutfall brottfluttra Íslendinga hærra en hlutfall þeirra er snúa til baka. Aðeins árið 2005 var hlutfall aðfluttra hærra en þá ríkti mikil uppsveifla í atvinnu- og efnhagslífinu samkvæmt fjármálaráðuneytinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×