Innlent

Fimmtán listamenn fá styrk frá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar

Verk Olgu Bergman - Field Study.
Verk Olgu Bergman - Field Study. MYND/OB

Alls fá fimmtán íslenskir listamenn styrk frá Kynningarmiðstöð íslenskra myndlistar í ár en styrkjunum var úhlutað í dag. Styrkjunum er fyrst og fremst ætlað að hjálpa listamönnunum vegna verkefna erlendis.

Það er fagráð Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar sem tekur ákvörðun um úthlutun styrkjanna en alls sóttu 38 um styrki í ár. Þeir sem hljóta styrki eru:

200 þúsund krónur verkefnastyrk

Egill Sæbjörnsson, Guðjóna Bjarnason, Olga Soffía Bergman, Ragna Róbertsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir.

100 þúsund krónur verkefnastyrk

Kristleifur Björnsson, Birgir Snæbjörn Birgisson og Katrín Sigurðardóttir.

200 þúsund krónur ferða- og dvalarstyrkur

Bjargey Ólafsdóttir og Hildur Bjarnadóttir.

100 þúsund krónur ferða- og dvalarstyrkur

Sigríður Dóra Jóhannsdóttir og Hildur Margrétardóttir.

200 þúsund krónur útgáfustyrkur

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir og Karlotta Blöndal og LoFi Productions.

100 þúsund krónur útgáfustyrkur

Katrín Sigurðardóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×