Innlent

Vilja stofna Flugminjasafn Íslands

DC 3 eða Þristurinn eins og hann var oftast kallaður.
DC 3 eða Þristurinn eins og hann var oftast kallaður. MYND/HH

Full ástæða er til að halda utan um flugsögu Íslands meðal annars með því að koma á fót Flugminjasafni Íslands að mati Flugminjanefndar menntamálaráðherra. Nefndin skilaði frá sér tillögum í dag.

Nefndin var skipuð af menntamálaráðherra á síðasta ári en í henni sátu sex fulltrúar frá fyrirtækjum, félagasamtökum, Reykjavíkurborg og stofnunum tengdum flugi og flugsamgöngum.

Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að hún telji mikilvægi flugminjasafns á Íslandi ljóst, sér í lagi þar sem flugsaga er stór þáttur í menningu landsins. Nefndin leggur til að stofnað verði Flugminjasafn Íslands sem samnefnari sjálfstæðra flugsafna á Íslandi með sameiginlegri stofnskrá sem tryggi samstarf, yfirsýn og heildarstefnumótun.

Að mati nefndarinnar er Flugsafnið á Akureyri eina safnið í dag sem uppfyllir skilyrði sem aðildarsafn að Flugminjasafninu. Nefndir telur þó að önnur söfn gætu síðar orðið aðilar svo sem fyrirhuguð flugsöfn í Reykjavík og á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×