Innlent

Á 153 km hraða á Gullinbrú

MYND/RE

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi karlmann á tvítugsaldri fyrir ofsaakstur á Gullinbrú í Grafarvogi. Bíll hans mældist á 153 kílómetra hraða en þar hámarkshraði 60 kílómetrar. Maðurinn var færður á lögreglustöð til yfirheyrslu og sviptur ökuréttindum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var hinn ungi ökumaður einnig stöðvaður í síðasta mánuði fyrir ofsaakstur og þá færður á lögreglustöð til yfirheyrslu.

Fyrr í vikunni var karlmaður á svipuðum aldri tekinn fyrir hraðaakstur á Gullinbrú en sá ók á 134 kílómetra hraða. Var hann sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði og gert að greiða 110 þúsund króna sekt að auki. Hann hafði áður komið við sögu lögreglunnar vegna hraðaksturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×