Innlent

Landgræðslufélag Biskupstungna fékk hæsta styrkinn úr Pokasjóði

Frá úthlutuninni í fyrra.
Frá úthlutuninni í fyrra. MYND/Pokasjóður

Landgræðslufélag Biskupstungna fékk hæsta styrkinn úr Pokasjóði verslunarinnar en úthlutað var úr sjóðnum í dag. Nemur styrkurinn 7,5 milljón krónum og fer í verkefni í tengslum við gróðurræktun á Haukadalsheiði. Alls var úthlutað rúmlega 100 milljónum úr Pokasjóði til 122 verkefna.

Næst hæsta styrkinn, að upphæð 8 milljónum króna, hlutu skógræktarfélög í landinu og þriðja hæsta Vímulaus æska, 5 milljónir króna. Meðalupphæð styrks að þessu sinni var í kringum ein milljón.

Úhlutunin í dag var sú tólfta síðan Pokasjóður var stofnaður og hefur heildarupphæðin aldrei verið hærri. Úthlutað var til verkefna á sviði umhverfismála, mannúðarmála, menningar, íþrótt og útivistar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×