Innlent

Eiríkur kominn í heiminn í Húsdýragarðinum

Eiríkur og Arnveig með móður sinni Botnu.
Eiríkur og Arnveig með móður sinni Botnu.

Sauðburður er hafinn í Húsdýragarðinum í Reykjavík. Það var ærin Botna sem fyrst bar þar á bæ þetta árið en það var um hádegisbil í dag. Botna, sem er svartbotnótt, bar tveimur lömbum, hrúti og gimbur og eru þau því lambadrottning og lambakóngur, en svo eru fyrstu lömbin jafnan kölluð.

Fram kemur í tilkynningu frá Húsdýragarðinum að burðurinn hafi gengið vel og eru lömbin stór og stæðileg. Lambakóngurinn er mórauður og botnóttur á litinn og hefur af þeim sökum fengið nafnið Eiríkur eftir Evróvisjónkempu Íslendinga í ár. Gimbrin sem er svartbotnótt og heitir Arnveig. Faðirinn er hrúturinn Mjölnir sem er mórauður.

Fyrir eru allar huðnur garðsins bornar nema ein og því komnir 9 kiðlingar og tvö lömb í húsdýragarðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×