Fleiri fréttir

Nafni Höfðahrepps breytt í Skagaströnd?

Samþykkt hefur verið að gera skoðanakönnun á viðhorfi íbúa Höfðahrepps til þess að nafni sveitarfélagsins verði breytt og tekið upp nafnið Sveitarfélagið Skagaströnd. Samhliða Alþingiskosningum verður því spurt um viðhorf til nafnbreytingarinnar.

Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar

Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar.

Dómur kveðinn upp í máli á hendur Jónasi Garðarssyni í dag

Dómur verður kveðinn upp í dag í máli á hendur Jónasi Garðarssyni, fyrrverandi formanni Sjómannafélags Reykjavíkur. Jónas er ákærður fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa verið valdur að dauða tveggja manna eftir að skemmtibátur hans, Harpan, steytti á Skarfaskeri á Faxaflóa haustið 2005.

Bíll á bíl ofan

Sérstætt óhapp varð nú síðdegis í Kaupvangsstrætinu á Akureyri eða Gilinu eins og það nefnist í daglegu tali. Bifreið annað hvort rann eða var bakkað niður brekkuna og yfir allháan kant og aftan á aðra bifreið og ofaná hana eins og sést á þessum myndum.

Pólitísk fegrunaraðgerð hjá Siv

Útspil heilbrigðisráðherra í barnatannlækningum viku fyrir kosningar er pólitísk fegrunaraðgerð, og einungis hænuskref í rétta átt segir dósent í samfélags- og barnatannlækningum við Háskóla Íslands. Hann segir þennan samning engu breyta um stigversnandi tannheilsu barna síðasta áratug.

Rokkaður framboðsfundur

Ungir frambjóðendur brugðu á leik í Stúdentakjallaranum í gærkvöldi ásamt rokkhljómsveitunum Vicky Pollard og Vafasöm síðmótun. Óhætt er að segja að framboðsfundurinn hafi verið fremur óhefðbundinn því hljómsveitirnar voru óhræddar við að þagga niður í frambjóðendum með því að þenja rafmagnsgítarana ef þeir héldu orðinu of lengi.

Vilja banna fjáraustur 90 dögum fyrir kosningar

Vinstri grænir boða frumvarp á komandi þingi sem bannar fjáraustur ráðherra og ríkisstjórnar síðustu níutíu dagana fyrir kosningar. Formaður flokksins segir ríkisstjórnina hafa gengið að göflunum undanfarnar vikur. Vinstri grænir vilja snúa við blaðinu í íslenskum stjórnmálum og kynntu tillögur sínar um græna framtíð, samfélag fyrir alla, kvenfrelsi og lýðræði í dag.

Fylgi flokka eftir kjördæmum

Hérna má sjá fylgi flokkanna skipt eftir kjördæmum. Í þeim kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni í Reykjavík-Suður en stendur í stað eða bætir við sig í öðrum kjördæmum. Samfylkingin tapar manni í Reykjavík-Norður og Suðurkjördæmi en stendur í stað eða bætir við sig í öðrum kjördæmum. Framsókn tapar fylgi í öllum kjördæmum nema Suður og Vinstri grænir bæta við sig í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi.

Hver gýs í miðborg Reykjavíkur

Hver er farinn að gjósa í miðborg Reykjavíkur og tré hefur vaxið upp í gegnum bifreið á Skólavörðustígnum. Þessi náttúruundur tengjast Fornleifastofnun Frakklands og lokum frönsku menningarhátíðarinnar Pourquoi Pas?

Játar stórfellt kvótasvindl

Fyrrverandi útgerðarmaður á Vestfjörðum játar stórfellt kvótasvindl uppá þúsundir tonna.Þetta gerir hann í yfirlýsingu á Netinu. Hann játar fölsun farmbréfa þar sem þorskur er skráður sem varahlutir og að hann hafi mútað vigtarmanni fyrir að líta framhjá því að þorskafli var gefin upp sem steinbítur.

Ofbeldi algengt í starfi lögreglumanna

Nærri helmingur lögreglumanna hefur orðið fyrir ofbeldi í starfi, samkvæmt nýrri rannsókn. Um fjórðungi lögreglumanna hefur verið hótað ofbeldi utan vinnutíma vegna starfa sinna.

Harmar umfjöllun um fjöldskyldutengsl Páls inn í ráðuneyti

Landssamband lögreglumanna harmar þá umfjöllun sem átt hefur sér stað um fjölskyldutengsl Páls Winkels inn í dómsmálaráðuneytið í fjölmiðlum. Páll hefur einn manna sótt um stöðu aðstoðarríkisslögreglustjóra eftir að starfið var auglýst í Lögbirtingarblaðinu og greint var frá því að móðir hans væri ritari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra.

Hægt að hringja í tré

Reykjavíkurborg og Vodafone gerðu í dag með sér samning sem miðar að því að draga úr áhrifum gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík. Fólki gefst tækifæri á að hringja í númerið 900-9555 og þá gjaldfærast 500 krónur á símreikning þess.

Mikill sigur fyrir fólk sem þurfi þjónustu sálfræðinga

Halldór Kr. Júlíusson, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli félagsins á hendur ríkinu og Samkeppniseftirlitinu mikinn sigur fyrir það fólk sem þurfi á þjónustu sálfræðinga að halda. Næsta eðlilega skref sé að heilbrigðisráðuneytið boði sálfræðinga til viðræðna um greiðsluþátttöku ríkisins í viðtalsmeðferðum.

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag síbrotamann í 15 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Þá var hann jafnframt dæmdur til að greiða um 300 þúsund krónur í skaðabætur til nokkurra aðila vegna brota sinna.

Veggjakrotarar staðnir að verki

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greip þrjá unglingspilta glóðvolga við að krota á veggi í miðborginni eftir hádegi í gær. Drengirnir eru tólf ára og var gert að þrífa krotið af veggjunum. Forráðamönnum þeirra var tilkynnt um málavexti. Tíu ára drengur var tekinn við sömu iðju í Breiðholti skömmu síðar og var ekið heim. Hann iðraðist sáran.

Nýr dósent viðskiptadeildar á Bifröst

Ásta Dís Óladóttir hefur verið ráðin dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Ásta hefur undanfarin ár starfað við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn auk þess að sinna doktorsrannsóknum í alþjóðaviðskiptum. Þær beinast meðal annars að erlendum fjárfestingafyrirtækjum frá smáum hagkerfum.

Niðurfelling vörugjalda stuðlar að orkusparnaði

Samtök verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að fella niður vörugjöld á raftæki. Það myndi örva neytendur til að endurnýja orkufrek raftæki eins og ísskápa og eldavélar. Í Evrópu eru í notkun um 188 milljónir slíkra tækja eldri en 10 ára. Ef þeim væri öllum skipt út minnkaði orkunotkun þeirra um 40 prósent.

Vilja aukið fé til að hækka laun hjúkrunarfræðinga

Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á fjármálaráðherra að veita aukið fé til heilbrigðisstofnana svo hægt sé að hækka laun hjúkrunarfræðinga. Þá lýsir þingið yfir verulegum áhyggjum af fyrirsjáanlegum skorti á hjúkrunarfræðingum og skorar á stjórnvöld að bregðast við því með því að efla hjúkrunarnám í landinu.

Minntust loka síðari heimisstyrjaldarinnar

Í dag er þess víða minnst að 62 ár eru liðin frá því að herir nasista gáfust upp fyrir bandamönnum í heimsstyrjöldinni síðari. Að því tilefni lagði sendiherra Rússlands á Íslandi, Viktor Tatarintsev, blómsveig að minnismerkinu Vonin sem stendur í Fossvogskirkjugarði.

Framsókn í sókn

Framsóknarflokkurinn er í stórsókn ef marka má nýja könnun Capacent Gallup sem sagt var frá í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Flokkurinn nálgast nú kjörfylgi sitt og mælist með tvöfalt meira fylgi en í Gallup könnun í fyrradag.

Rúmenar við betl í borginni í morgun

Eitthvað á annan tug Rúmena sem gisti fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, greip tækifærið í morgun og fór að betla á götum borgarinnar, en þeir fara ekki úr landi fyrr en síðdegis.

Aðgengi að áfengi yrði auðvelt fyrir ungmenni

Ungmenni undir tóbakskaupaaldri eiga auðvelt með að kaupa sér sígarettur samkvæmt könnun. Í ljósi þessa er varhugavert að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum, segir prófessor í félagsfræði.

Fjölskyldunefnd í þrettán mánaða fríi

Fjölskyldunefnd ríkisstjórnarinnar hefur ekki komið saman í þrettán mánuði. Síðasti fundur nefndarinnar var sjötta apríl árið 2006. Björk Vilhelmsdóttir fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur skrifað Birni Inga Hrafnssyni formanni nefndarinnar bréf og óskað eftir því að nefndin verði kölluð saman.

Ferskur fiskur farinn að hlaðast upp í Grímsey

Ferskur fiskur er farinn að hlaðast upp í Grímsey og hætt er við að hann falli í verði ef hann kemst ekki til kaupenda í tæka tíð. Gamla Grímseyjarferjan er biluð, sú nýja er enn í endurbyggingu og samgöngur við eyjuna þar með í molum.

Reynt að finna hentugan fundartíma fyrir kosningar

Formaður sjávarútvegsnefndar, Guðjón Hjörleifsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að verið sé að vinna að því finna tíma fyrir fund í nefndinni. Magnús Þór Hafsteinsson óskaði eftir fundinum í kjölfar umfjöllunar Kompáss á sunnudag þar sem ljóstrað var upp um kvótasvindl.

Úrskurður áfrýjunarnefndar í máli sálfræðinga ógiltur

Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti í morgun ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála í málatilbúnaði Sálfræðingafélags Íslands á hendur Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu vegna greiðsluþátttöku ríkisins í viðtalsmeðferðum. Dómurinn vísaði hins vegar frá kröfu félagsins um að úrskurður Samkeppniseftirlitsins í málinu yrði staðfestur. Hins vegar var kröfu félagsins um að úrskurður Samkeppniseftirlitsins þess efnis að heilbrigðisyfirvöld hefðu brotið samkeppnislög með því að semja ekki við klíníska sálfræðinga líkt og geðlækna vegna viðtalsmeðferða geðsjúkra, vísað frá.

Stoðtækjafræðingar fá löggildingu

Í dag var undirrituð reglugerð um löggildingu stoðtækjafræðinga þar sem kveðið er á um menntun, réttindi og skyldur þeirra. Fulltrúar Félags stoðtækjafræðinga voru viðstaddir undirskriftina en félagið hefur barist fyrir löggildingu starfsins um árabil.

Ómar vísar alfarið á bug að hafa valdið umhverfisspjöllum

Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar vísar því alfarið á bug að hafa valdið umhverfisspjöllum með gerð flugvallar í grennd við Kárahnjúka. Hann segist vera með öll tilskilin leyfi sem til þurfi vegna vallarins. Sveitastjórn Fljótsdalshéraðs kannar nú málið vegna kvartana sem bárust henni fyrir skömmu.

Hálfsextugar konur geta orðið ófrískar

Konur á sextugsaldri geta orðið ófrískar upp á hefðbundin máta en konur eldri en 46 ára fá ekki frjósemismeðferð á Íslandi. Hálfsextug íslensk kona á von á sér eftir tæpa tvo mánuði.

Furðar sig á lóðaúthlutun

Forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands furðar sig á að borgin hafi úthlutað Listaháskóla Íslands lóð í Vatnsmýri sem hefur í átta ár verið merkt Náttúrufræðistofnun á deiliskipulagi.

Freistingar til misnotkunar innbyggðar í kvótakerfið

Einar K Guðfinsson sjávarútvegsráðherra segir ákveðnar freistingar til misnotkunar byggðar inn kvótakerfið og taka beri allar ábendingar um svindl í kerfinu alvarlega. Magnús Þór Hafsteinsson fulltrúi Frjálslyndaflokksins í sjávarútvegsnefnd Alþingis vill að nefndin komi saman fyrir kosningar, vegna ásakana um stórfellt svindl í kvótakerfinu sem greint var frá í Kompási s.l. sunnudag.

Rúmenum gert að yfirgefa landið

Níu rúmenskum karlmönnum sem haldið hafa til á Akureyri síðustu daga verður gert að yfirgefa landið. Þeir eru frá sama svæði og hópurinn sem þegar hefur verið vísað úr landi.

Finnar hrifnir af framlagi Íslendinga

Finnar virðast mjög hrifnir af lagi Íslendinga í Evróvisjón, segir Karen Kjartansdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, sem stödd er í Helsinki og fylgist með undirbúningi og þátttöku íslenska hópsins í keppninni þetta árið.

Ágóði ævisögu Hannesar Hólmsteins til Mæðrastyrksnefndar

Útgáguforlagið Nýhil mun afhenda mæðrastyrksnefnd allan ágóða af sölu metsölubókarinnar Hannes - Nóttin er blá, mamma. Bókin er fyrsta bindi í ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og kom út fyrir síðustu jól. Höfundur hennar er Óttar M. Norðfjörð. Ágóðinn af sölunni reyndist 300 þúsund krónur og verður afhentur við athöfn á fimmtudag.

Katrín Hall áfram listdansstjóri Íd

Menntamálaráðherra hefur skipað Katrínu Hall í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins til næstu fimm ára frá 1. ágúst 2007 næstkomandi en hún hefur gegnt starfinu frá árinu 1996.

Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir líkamsárás

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann. Þá var hann jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu nærri 300 þúsund krónur í skaðabætur vegna árásarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir