Fyrrverandi ríkisskattstjóri gefur ríkisstjórn falleinkunn 10. maí 2007 19:34 Indriði H Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattsstjóri segir óumdeilt að skattar einstaklinga hafa hækkað á síðustu tveimur áratugum og skattbyrði aukist. Hann segir að boðaðar skattalækkanir á síðustu árum hafi ekki skilað sér og varar við gylliboðum um frekari lækkanir í kosningabaráttunni. Það vekur óneitanlega athygli þegar Indriði H Þorláksson sem um árabil var ríkisskattstjóri - lét af því starfi fyrir örfáum mánuðum - fer fram og tjáir sig um skattastefnu stjórnvalda. Ekki verður annað séð en að hún fái falleinkun hjá embættismanninum fyrrverandi. Hann blandar sér nú rétt fyrir kosningar í umræðu um hvort skattbyrði hafi aukist eða minnkað. Stefán Ólafsson, prófessor hefur haldið því fram að skattbyrðin hafi aukist og mest á tekjulægstu hópana. Í greinum sem Indriði birtir á bloggsíðu sinni staðfestir hann þetta og vísar til þess að tekjuskattur einstaklinga hafi hækkað - sem hlutfall af þjóðarkökunni á árinum 1990 til 2004. Innan OECD lækkaði þetta hlutfall. Tekjuskatturinn hefur einnig hækkað sem hlutfall af rauntekjum þegar litið er til síðustu 20 ára "Í ljósi framangreindra staðreynda er ekki um það að deila að skattar hafa hækkað hér á landi og skattbyrði aukist á síðustu tveimur áratugum," - skrifar Indriði. Stjórnvöld hafa borið því við að kaupmáttur hafi aukist mikið og til þess verði að horfa þegar skattbyrði er metin. Indriði gefur ekki mikið fyrir þau rök - og bendir á að einstaklingar sjái á eftir stærri hluta af kaupmætti tekna sinn til hins opinbera en áður var - sem þýði að skattbyrðin hefði aukist. Niðurstaðan er sú að menn hafi ekki staðið við að lækka skatta - segir Indriði: ".. boðaðar skattalækkanir með breytingum á skattalögum á undanförnum árum hafa ekki skilað sér. (..) Loforð um lækkun skattbyrði með breytingum á skattalögum eru í eðli sínu marklaus." Indriði blandar sér einnig í umræðuna um hvort skattbyrði hinna tekjulægri hafi aukist eða ekki. Segir hann að hækkuð skattbyrði hafi leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum hjá u.þ.b. fimmtungi tekjulægstu hjónanna. Hjá öðrum hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist eða haldist lítt breyttur. Að lokum skrifar ríkisskattstjórinn fyrrverandi: "Sanngirni kemur fram í því að þeir sem háar tekjur hafa greiði hærra hlutfall þeirra í skatt en hinir tekjulægri. Þegar framangreindar tölur eru skoðaðar verður varla sagt að þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu á síðustu árum stuðli að þessum markmiðum og að tekjuskattskerfið gæti jafnræðis og sanngirni." Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Indriði H Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattsstjóri segir óumdeilt að skattar einstaklinga hafa hækkað á síðustu tveimur áratugum og skattbyrði aukist. Hann segir að boðaðar skattalækkanir á síðustu árum hafi ekki skilað sér og varar við gylliboðum um frekari lækkanir í kosningabaráttunni. Það vekur óneitanlega athygli þegar Indriði H Þorláksson sem um árabil var ríkisskattstjóri - lét af því starfi fyrir örfáum mánuðum - fer fram og tjáir sig um skattastefnu stjórnvalda. Ekki verður annað séð en að hún fái falleinkun hjá embættismanninum fyrrverandi. Hann blandar sér nú rétt fyrir kosningar í umræðu um hvort skattbyrði hafi aukist eða minnkað. Stefán Ólafsson, prófessor hefur haldið því fram að skattbyrðin hafi aukist og mest á tekjulægstu hópana. Í greinum sem Indriði birtir á bloggsíðu sinni staðfestir hann þetta og vísar til þess að tekjuskattur einstaklinga hafi hækkað - sem hlutfall af þjóðarkökunni á árinum 1990 til 2004. Innan OECD lækkaði þetta hlutfall. Tekjuskatturinn hefur einnig hækkað sem hlutfall af rauntekjum þegar litið er til síðustu 20 ára "Í ljósi framangreindra staðreynda er ekki um það að deila að skattar hafa hækkað hér á landi og skattbyrði aukist á síðustu tveimur áratugum," - skrifar Indriði. Stjórnvöld hafa borið því við að kaupmáttur hafi aukist mikið og til þess verði að horfa þegar skattbyrði er metin. Indriði gefur ekki mikið fyrir þau rök - og bendir á að einstaklingar sjái á eftir stærri hluta af kaupmætti tekna sinn til hins opinbera en áður var - sem þýði að skattbyrðin hefði aukist. Niðurstaðan er sú að menn hafi ekki staðið við að lækka skatta - segir Indriði: ".. boðaðar skattalækkanir með breytingum á skattalögum á undanförnum árum hafa ekki skilað sér. (..) Loforð um lækkun skattbyrði með breytingum á skattalögum eru í eðli sínu marklaus." Indriði blandar sér einnig í umræðuna um hvort skattbyrði hinna tekjulægri hafi aukist eða ekki. Segir hann að hækkuð skattbyrði hafi leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum hjá u.þ.b. fimmtungi tekjulægstu hjónanna. Hjá öðrum hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist eða haldist lítt breyttur. Að lokum skrifar ríkisskattstjórinn fyrrverandi: "Sanngirni kemur fram í því að þeir sem háar tekjur hafa greiði hærra hlutfall þeirra í skatt en hinir tekjulægri. Þegar framangreindar tölur eru skoðaðar verður varla sagt að þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu á síðustu árum stuðli að þessum markmiðum og að tekjuskattskerfið gæti jafnræðis og sanngirni."
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira