Innlent

Tveggja mánaða fangelsi fyrir að framvísa ógildu ökuskírteini

MYND/Guðmundur

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa framvísað ógildu ökuskírteini þegar lögregla hafði afskipti af honum.

Atvikið átti sér stað í Neskaupstað í byrjun mars. Maðurinn hafði fengið ökuskírteini árið 2001 en var það var ógilt árið 2005 í fjögur og hálft ár. Ákærði játaði brot sitt skýlaust fyrir dóminum og ljósi þess að hann átti að baki langan sakaferil, meðal annars fyrir ýmiss konar brot á umferðarlögum, var hann dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×