Innlent

Fulltrúar Yahoo funduðu með forsætisráðherra

Fimm manna sendinefnd á vegum netfyrirtækisins Yahoo er stödd hér á landi til að kanna möguleika á því að fyrirtækið setji upp netþjónabú á Íslandi. Þeir áttu fund með forsætisráðherra í morgun.

Fyrirtækið Yahoo er þekkt um allan heim og eitt stærsta netfyrirtæki heims. Fyrirtækið býður upp á ókeypis tölvupóst, leitarþjónustu og gagnageymslu. Fyrirtækið er með tuttugu slíkar gagnageymslur eða netþjónabú víða um heim og íhugar nú að reisa eitt slíkt á Íslandi. Fleiri lönd en Ísland koma til greina en sendinefndin hefur verið hér á landi í tvo daga og er nokkuð sátt með það sem hún hefur séð.

Óvíst er með staðsetningu en líklegt er að netþjónabúið yrði í nágrenni höfuðborgarinnar. Um nokkuð orkufreka starfsemi er að ræða. Orkuveita Reykjavíkur og önnur orkufyrirtæki hafa því sótt það nokkuð að fá slíka starfsemi til landsins.

Ljóst ætti að vera á næsta hálfa árinu hvort Yahoo setji upp netþjónabú á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×