Innlent

Máli vegna ólöglegra hreindýraveiða vísað frá dómi

MYND/BB

Héraðsdómur Austurlands vísaði í dag frá dómi ákæru á hendur tveimur karlmönnum sem var gert að hafa fellt tvö hreindýr án tilskilinna veiði - og skotvopnaleyfa. Mönnunum var einnig gert að hafa í blekkingarskyni notað merki hreindýraráðs með ólögmætum hætti.

Mennirnir voru stöðvaðir af lögreglunni í septembermánuði árið 2005. Í bíl þeirra fannst skrokkur af nýfelldu hreindýri og þar skammt frá lá hreindýrakálfur sem særður hafði verið til ólífs. Mennirnir voru ekki með tilskilin leyfi til veiðanna og undir áhrifum áfengis. Fyrir dómnum var þess krafist að mennirnir yrðu sviptir skotvopnaleyfi og dæmdir til refsingar vegna ólöglegra veiða. Mennirnir neituðu sök og sögðust hafa fellt dýrið af mannúðarástæðum þar sem það var sært fyrir. Þá neituðu mennirnir að hafa verið undir áhrifum áfengis á meðan á veiðunum stóð heldur hefður þeir fengið sér bjór eftir að þeim lauk.

Dómarinn tók ekki afstöðu til ákærunnar þar sem orðalag hennar þótti bæði óskýrt og villandi. Því var málinu vísað frá.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×