Vinna gegn vaxandi manneklu meðal sjúkraliða Höskuldur Kári Schram skrifar 10. maí 2007 16:02 MYND/GVA Endurskoða þarf starfs- og ábyrgðarsvið sjúkraliða og menntun eigi að vera mögulegt að vinna gegn vaxandi manneklu í stéttinni. Þetta var niðurstaða fyrsta fundar starfsnefndar sem leita á leiða til að fjölga sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu segir einnig nauðsynlegt að endurskoða launamál þessara stétta. „Við teljum rétt að beina þeim tilmælum til heilbrigðisráðuneytis að það hugi að launamálum þessara stétta," sagði Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu, í samtali við Vísi. „Við skiptum okkur ekki almennt að launakjörum starfsstétta en þegar við sjáum að fólk er ekki að skila sér inn í störfin þykir okkur rétt að hugað sé að þessu málum." Starfsnefndinni var komið á fót í aprílmánuði síðastliðnum en í henni sitja fulltrúar frá Sjúkraliðafélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Landlæknisembættinu ásamt fulltrúum frá fjórum heilbrigðis- og menntastofnunum. Fyrsti fundur nefndarinnar var í gær en hlutverk hennar er að leita leiða til að fjölga sjúkraliðum og endurskoða verkaskiptingu og menntun hjúkrunarstétta. Á fundinum var ákveðið að hefja vinnu við að endurskoða starfs- og ábyrgðarsvið sjúkraliða ásamt menntun þeirra og leiðir áfram í hjúkrunarnám. Í þessu skyni voru skipaðir tveir vinnuhópar, annar til að endurskoða starfs- og ábyrgðarsvið en hinn til að skoða menntunarmál sjúkraliða. Anna segist búast við því að nokkrir mánuðir muni líða áður en nefndin skilar af sér fullmótuðum tillögum. „Þessi umræða er þess eðlis að hún tekur langan tíma. Þetta þarf að gerjast og það þarf að fara skipulega í alla endurskipulagningu. En vinnan er hafin og það er jákvætt," sagði Anna í samtali við Vísi. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Endurskoða þarf starfs- og ábyrgðarsvið sjúkraliða og menntun eigi að vera mögulegt að vinna gegn vaxandi manneklu í stéttinni. Þetta var niðurstaða fyrsta fundar starfsnefndar sem leita á leiða til að fjölga sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu segir einnig nauðsynlegt að endurskoða launamál þessara stétta. „Við teljum rétt að beina þeim tilmælum til heilbrigðisráðuneytis að það hugi að launamálum þessara stétta," sagði Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu, í samtali við Vísi. „Við skiptum okkur ekki almennt að launakjörum starfsstétta en þegar við sjáum að fólk er ekki að skila sér inn í störfin þykir okkur rétt að hugað sé að þessu málum." Starfsnefndinni var komið á fót í aprílmánuði síðastliðnum en í henni sitja fulltrúar frá Sjúkraliðafélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Landlæknisembættinu ásamt fulltrúum frá fjórum heilbrigðis- og menntastofnunum. Fyrsti fundur nefndarinnar var í gær en hlutverk hennar er að leita leiða til að fjölga sjúkraliðum og endurskoða verkaskiptingu og menntun hjúkrunarstétta. Á fundinum var ákveðið að hefja vinnu við að endurskoða starfs- og ábyrgðarsvið sjúkraliða ásamt menntun þeirra og leiðir áfram í hjúkrunarnám. Í þessu skyni voru skipaðir tveir vinnuhópar, annar til að endurskoða starfs- og ábyrgðarsvið en hinn til að skoða menntunarmál sjúkraliða. Anna segist búast við því að nokkrir mánuðir muni líða áður en nefndin skilar af sér fullmótuðum tillögum. „Þessi umræða er þess eðlis að hún tekur langan tíma. Þetta þarf að gerjast og það þarf að fara skipulega í alla endurskipulagningu. En vinnan er hafin og það er jákvætt," sagði Anna í samtali við Vísi.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira