Fleiri fréttir

Vinna gegn vaxandi manneklu meðal sjúkraliða

Endurskoða þarf starfs- og ábyrgðarsvið sjúkraliða og menntun eigi að vera mögulegt að vinna gegn vaxandi manneklu í stéttinni. Þetta var niðurstaða fyrsta fundar starfsnefndar sem leita á leiða til að fjölga sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu segir einnig nauðsynlegt að endurskoða launamál þessara stétta.

Máli vegna ólöglegra hreindýraveiða vísað frá dómi

Héraðsdómur Austurlands vísaði í dag frá dómi ákæru á hendur tveimur karlmönnum sem var gert að hafa fellt tvö hreindýr án tilskilinna veiði - og skotvopnaleyfa. Mönnunum var einnig gert að hafa í blekkingarskyni notað merki hreindýraráðs með ólögmætum hætti.

Eiríkur kominn í heiminn í Húsdýragarðinum

Sauðburður er hafinn í Húsdýragarðinum í Reykjavík. Það var ærin Botna sem fyrst bar þar á bæ þetta árið en það var um hádegisbil í dag. Botna, sem er svartbotnótt, bar tveimur lömbum, hrúti og gimbur og eru þau því lambadrottning og lambakóngur, en svo eru fyrstu lömbin jafnan kölluð.

Versta lagið fer í úrslit Eurovision

Eiríkur Hauksson stígur á svið í Helsinki í kvöld og flytur framlag Íslands Valentine Lost í undankeppni Eurovision. „Í fyrsta sinn er ég með lag sem mig langar virkilega að kynna fyrir Evrópu," segir hann. "Þegar ég fór í Gleðibankann var ég bara ráðinn í starfið." Íslenska lagið er best, en að mati Eiríks fer versta lagið, framlag Úkraínu, beint í úrslit .

Ríkið minnkar skattbyrði hátekjufólks á kostnað láglaunafólks

Tekjuskattur láglaunafólks hefur aukist á síðastliðnum tólf árum um 5 prósent en lækkað um allt 15 prósent á hjá hálaunafólki. Þetta kemur fram í grein Indriða H. Þorlákssonar, hagfræðings. Hann segir aukna skattbyrði láglaunafólks hafa leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum sama hóps um allt að 20 prósent.

Fjölmennt á fundi um uppbyggingu eftir bruna

Fjölmenni mætti í Listasafni Íslands í gær þar sem ræddar voru hugmyndir um uppbyggingu á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Borgarstjóri lagði áherslu á að götumyndin fyrir brunann yrði varðveitt. Yfirskrift fundarins var hvernig bætum við brunann.

Netsamband víða óviðunandi í dreifbýli

Aðgangur að netsambandi enn víða óviðunandi í dreifbýli. Ferðaþjónustubóndi í Þingeyjarsýslu segir ástandið eins og að búa í torfkofa en Síminn segir unnið að aukinni þjónustu.

Íslendingar kjósa að flytja til Danmerkur

Alls hafa 7.300 fleiri Íslendingar flutt frá landinu en til þess á síðustu tuttugu árum samkvæmt samantekt fjármálaráðuneytisins á búferlaflutningum íslenskra ríkisborgara. Á sama tíma hafa rúmlega 20 þúsund fleiri útlendingar flutt til landsins en frá því. Brottfluttir Íslendingar kjósa helst að búa í Danmörku.

Ríkisstjórnin heldur naumlega velli samkvæmt könnun Capacent

Samfylkingin og Vinstri græn bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar hins vegar og sömuleiðis Íslandshreyfingarinnar. Ríkisstjórnin heldur naumlega velli samkvæmt könnuninni.

Yahoo kannar möguleika á netþjónabúi á Íslandi

Netfyrirtækið Yahoo kannar möguleika á því að reisa netþjónabú á Íslandi. Fulltrúar fyrirtækisins eru staddir hér á landi og funduðu í morgun með Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, stjórnarformanni Orkuveitunnar.

Landgræðslufélag Biskupstungna fékk hæsta styrkinn úr Pokasjóði

Landgræðslufélag Biskupstungna fékk hæsta styrkinn úr Pokasjóði verslunarinnar en úthlutað var úr sjóðnum í dag. Nemur styrkurinn 7,5 milljón krónum og fer í verkefni í tengslum við gróðurræktun á Haukadalsheiði. Alls var úthlutað rúmlega 100 milljónum úr Pokasjóði til 122 verkefna.

Á 153 km hraða á Gullinbrú

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi karlmann á tvítugsaldri fyrir ofsaakstur á Gullinbrú í Grafarvogi. Bíll hans mældist á 153 kílómetra hraða en þar hámarkshraði 60 kílómetrar. Maðurinn var færður á lögreglustöð til yfirheyrslu og sviptur ökuréttindum.

Allir nema sjálfstæðismenn vilja Norðlingaölduveitu úr sögunni

Allir stjórnmálaflokkarnir nema Sjálfstæðisflokkurinn hafa lýst yfir stuðningi við stækkun friðlands Þjórsárvera þannig að Norðlingaölduveita verði þar með úr sögunni. Þetta segja Náttúruverndarsamtök Íslands í tilkynningu fyrir fjölmiðla.

Dýrt að kjósa í Júróvisjón

Langsamlega dýrast er að kjósa í símakosningu Eurovision söngvakeppninnar á Íslandi og munar 44 krónum á Íslandi og næstdýrasta landinu, sem er Pólland. Íslendingar þurfa að greiða 99,9 krónur fyrir símtalið, en Danir verða hins vegar aðeins rukkaðir um þrjár krónur.

Norah Jones til Íslands í haust

Norah Jones heldur tónleika í Laugardalshöll 2. september nk. Um þessar mundir stendur Norah í ströngu við að fylgja eftir þriðju breiðskífu sinni, Not too late, sem kom út sl. janúar. Það er FL Group sem gerir tónleika Noruh Jones mögulega og stendur fyrir tónleikunum í samvinnu við Hr. Örlyg, segir í tilkynningu frá tónleikahöldurunum.

Nafni Höfðahrepps breytt í Skagaströnd?

Samþykkt hefur verið að gera skoðanakönnun á viðhorfi íbúa Höfðahrepps til þess að nafni sveitarfélagsins verði breytt og tekið upp nafnið Sveitarfélagið Skagaströnd. Samhliða Alþingiskosningum verður því spurt um viðhorf til nafnbreytingarinnar.

Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar

Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar.

Dómur kveðinn upp í máli á hendur Jónasi Garðarssyni í dag

Dómur verður kveðinn upp í dag í máli á hendur Jónasi Garðarssyni, fyrrverandi formanni Sjómannafélags Reykjavíkur. Jónas er ákærður fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa verið valdur að dauða tveggja manna eftir að skemmtibátur hans, Harpan, steytti á Skarfaskeri á Faxaflóa haustið 2005.

Bíll á bíl ofan

Sérstætt óhapp varð nú síðdegis í Kaupvangsstrætinu á Akureyri eða Gilinu eins og það nefnist í daglegu tali. Bifreið annað hvort rann eða var bakkað niður brekkuna og yfir allháan kant og aftan á aðra bifreið og ofaná hana eins og sést á þessum myndum.

Pólitísk fegrunaraðgerð hjá Siv

Útspil heilbrigðisráðherra í barnatannlækningum viku fyrir kosningar er pólitísk fegrunaraðgerð, og einungis hænuskref í rétta átt segir dósent í samfélags- og barnatannlækningum við Háskóla Íslands. Hann segir þennan samning engu breyta um stigversnandi tannheilsu barna síðasta áratug.

Rokkaður framboðsfundur

Ungir frambjóðendur brugðu á leik í Stúdentakjallaranum í gærkvöldi ásamt rokkhljómsveitunum Vicky Pollard og Vafasöm síðmótun. Óhætt er að segja að framboðsfundurinn hafi verið fremur óhefðbundinn því hljómsveitirnar voru óhræddar við að þagga niður í frambjóðendum með því að þenja rafmagnsgítarana ef þeir héldu orðinu of lengi.

Vilja banna fjáraustur 90 dögum fyrir kosningar

Vinstri grænir boða frumvarp á komandi þingi sem bannar fjáraustur ráðherra og ríkisstjórnar síðustu níutíu dagana fyrir kosningar. Formaður flokksins segir ríkisstjórnina hafa gengið að göflunum undanfarnar vikur. Vinstri grænir vilja snúa við blaðinu í íslenskum stjórnmálum og kynntu tillögur sínar um græna framtíð, samfélag fyrir alla, kvenfrelsi og lýðræði í dag.

Fylgi flokka eftir kjördæmum

Hérna má sjá fylgi flokkanna skipt eftir kjördæmum. Í þeim kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni í Reykjavík-Suður en stendur í stað eða bætir við sig í öðrum kjördæmum. Samfylkingin tapar manni í Reykjavík-Norður og Suðurkjördæmi en stendur í stað eða bætir við sig í öðrum kjördæmum. Framsókn tapar fylgi í öllum kjördæmum nema Suður og Vinstri grænir bæta við sig í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi.

Hver gýs í miðborg Reykjavíkur

Hver er farinn að gjósa í miðborg Reykjavíkur og tré hefur vaxið upp í gegnum bifreið á Skólavörðustígnum. Þessi náttúruundur tengjast Fornleifastofnun Frakklands og lokum frönsku menningarhátíðarinnar Pourquoi Pas?

Játar stórfellt kvótasvindl

Fyrrverandi útgerðarmaður á Vestfjörðum játar stórfellt kvótasvindl uppá þúsundir tonna.Þetta gerir hann í yfirlýsingu á Netinu. Hann játar fölsun farmbréfa þar sem þorskur er skráður sem varahlutir og að hann hafi mútað vigtarmanni fyrir að líta framhjá því að þorskafli var gefin upp sem steinbítur.

Ofbeldi algengt í starfi lögreglumanna

Nærri helmingur lögreglumanna hefur orðið fyrir ofbeldi í starfi, samkvæmt nýrri rannsókn. Um fjórðungi lögreglumanna hefur verið hótað ofbeldi utan vinnutíma vegna starfa sinna.

Harmar umfjöllun um fjöldskyldutengsl Páls inn í ráðuneyti

Landssamband lögreglumanna harmar þá umfjöllun sem átt hefur sér stað um fjölskyldutengsl Páls Winkels inn í dómsmálaráðuneytið í fjölmiðlum. Páll hefur einn manna sótt um stöðu aðstoðarríkisslögreglustjóra eftir að starfið var auglýst í Lögbirtingarblaðinu og greint var frá því að móðir hans væri ritari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra.

Hægt að hringja í tré

Reykjavíkurborg og Vodafone gerðu í dag með sér samning sem miðar að því að draga úr áhrifum gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík. Fólki gefst tækifæri á að hringja í númerið 900-9555 og þá gjaldfærast 500 krónur á símreikning þess.

Mikill sigur fyrir fólk sem þurfi þjónustu sálfræðinga

Halldór Kr. Júlíusson, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli félagsins á hendur ríkinu og Samkeppniseftirlitinu mikinn sigur fyrir það fólk sem þurfi á þjónustu sálfræðinga að halda. Næsta eðlilega skref sé að heilbrigðisráðuneytið boði sálfræðinga til viðræðna um greiðsluþátttöku ríkisins í viðtalsmeðferðum.

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag síbrotamann í 15 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Þá var hann jafnframt dæmdur til að greiða um 300 þúsund krónur í skaðabætur til nokkurra aðila vegna brota sinna.

Veggjakrotarar staðnir að verki

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greip þrjá unglingspilta glóðvolga við að krota á veggi í miðborginni eftir hádegi í gær. Drengirnir eru tólf ára og var gert að þrífa krotið af veggjunum. Forráðamönnum þeirra var tilkynnt um málavexti. Tíu ára drengur var tekinn við sömu iðju í Breiðholti skömmu síðar og var ekið heim. Hann iðraðist sáran.

Nýr dósent viðskiptadeildar á Bifröst

Ásta Dís Óladóttir hefur verið ráðin dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Ásta hefur undanfarin ár starfað við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn auk þess að sinna doktorsrannsóknum í alþjóðaviðskiptum. Þær beinast meðal annars að erlendum fjárfestingafyrirtækjum frá smáum hagkerfum.

Niðurfelling vörugjalda stuðlar að orkusparnaði

Samtök verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að fella niður vörugjöld á raftæki. Það myndi örva neytendur til að endurnýja orkufrek raftæki eins og ísskápa og eldavélar. Í Evrópu eru í notkun um 188 milljónir slíkra tækja eldri en 10 ára. Ef þeim væri öllum skipt út minnkaði orkunotkun þeirra um 40 prósent.

Vilja aukið fé til að hækka laun hjúkrunarfræðinga

Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á fjármálaráðherra að veita aukið fé til heilbrigðisstofnana svo hægt sé að hækka laun hjúkrunarfræðinga. Þá lýsir þingið yfir verulegum áhyggjum af fyrirsjáanlegum skorti á hjúkrunarfræðingum og skorar á stjórnvöld að bregðast við því með því að efla hjúkrunarnám í landinu.

Minntust loka síðari heimisstyrjaldarinnar

Í dag er þess víða minnst að 62 ár eru liðin frá því að herir nasista gáfust upp fyrir bandamönnum í heimsstyrjöldinni síðari. Að því tilefni lagði sendiherra Rússlands á Íslandi, Viktor Tatarintsev, blómsveig að minnismerkinu Vonin sem stendur í Fossvogskirkjugarði.

Framsókn í sókn

Framsóknarflokkurinn er í stórsókn ef marka má nýja könnun Capacent Gallup sem sagt var frá í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Flokkurinn nálgast nú kjörfylgi sitt og mælist með tvöfalt meira fylgi en í Gallup könnun í fyrradag.

Rúmenar við betl í borginni í morgun

Eitthvað á annan tug Rúmena sem gisti fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, greip tækifærið í morgun og fór að betla á götum borgarinnar, en þeir fara ekki úr landi fyrr en síðdegis.

Sjá næstu 50 fréttir