Innlent

Bíll á bíl ofan

Sérstætt óhapp varð nú síðdegis í Kaupvangsstrætinu á Akureyri eða Gilinu eins og það nefnist í daglegu tali. Bifreið annað hvort rann eða var bakkað niður brekkuna og yfir allháan kant og aftan á aðra bifreið og ofaná hana eins og sést á þessum myndum.

Tildrög slyssins eru ekki að fullu kunn en talið er að bifreiðin hafi stoppað á uppleið í Gilinu, ef til vill vegna umferðar. Síðan hafi ökumaður annað hvort sett í bakkgír eða einhver bilun komið upp og bíllinn runnið afturábak með þessum afleiðingum en mjög mikill halli er í þessari götu. Enginn slasaðist í þessu óhappi en bílarnir eru nokkuð skemmdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×