Innlent

Rúmenar við betl í borginni í morgun

Eitthvað á annan tug Rúmena sem gisti fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, greip tækifærið í morgun og fór að betla á götum borgarinnar, en þeir fara ekki úr landi fyrr en síðdegis.

Meiningin er að hópurinn haldi þá til Noregs í dag en þaðan komu þeir. Þeirra á meðal eru átta Rúmenar sem sendir voru frá Akureyri síðdegis í gær. Hópnum er ekki vísað úr landi með hefðbudnum hætti, heldur fer hann úr landi að tilmælum yfirvalda.

Fólkið var heldur ekki vistað sem fangar í nótt og þeir sem vildu, máttu gista annarsstaðar. Og það er einmitt þess vegna að þeir gripu tækifærið í veðurblíðunni í morgun og héldu út á göturnar í von um aur. Fæstir áttu farmiða úr landi og og alllir báru þeir við peningaleysi þannig að ríkið hleypur undir bagga með útvegun þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×