Innlent

Pólitísk fegrunaraðgerð hjá Siv

Útspil heilbrigðisráðherra í barnatannlækningum viku fyrir kosningar er pólitísk fegrunaraðgerð, og einungis hænuskref í rétta átt segir dósent í samfélags- og barnatannlækningum við Háskóla Íslands. Hann segir þennan samning engu breyta um stigversnandi tannheilsu barna síðasta áratug.

Á laugdardag undirritaði Siv Friðleifsdóttir, heildbrigðisráðherra samning við forystu Tannlæknafélagsins um flúormeðferð og forvarnarskoðun tveggja árganga barna - þriggja og tólf ára. Ekki felst í samningnum neitt sem viðkemur kosnaði við viðgerðir - ef þær koma í ljós. Rannsóknir sýna að tannheilsu barna hefur hrakað mjög á íslandi á hálfum öðrum áratug og eru þau nú ver stödd en börn í nágrannalöndunum. Dósent í samfélags og barnatannlækningum telur samninginn í engu breyta þeirri stöðu.

Tannlæknar verða ekki búnir að kjósa um samninginn fyrr en eftir kosningar og telur Sigurður Rúnar tímasetningu heilbrigðisráðherra hafa augljósan tilgang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×