Játar stórfellt kvótasvindl 9. maí 2007 18:54 Fyrrverandi útgerðarmaður á Vestfjörðum játar stórfellt kvótasvindl uppá þúsundir tonna.Þetta gerir hann í yfirlýsingu á Netinu. Hann játar fölsun farmbréfa þar sem þorskur er skráður sem varahlutir og að hann hafi mútað vigtarmanni fyrir að líta framhjá því að þorskafli var gefin upp sem steinbítur. Maðurinn fullyrðir að kvótasvindlið hafi verið víðtækt um allt land og hafi numið tug þúsundum tonna af þorski á ári. Í Kompási síðasta sunnudag var greint frá stórfelldum kvótasvikum. Farið var yfir hvernig fiski var landað framhjá vigt, tegundir ranglega tilgreindar, farmbréf svikin og vigtinni hagrætt. Fiskistofustjóri játti því - með semingi - að svindlið gæti numið fáum þúsundum tonna á ári - en taldi fráleitt að ætla að þetta væri áfellisdómur yfir kvótakerfinu. Sjávarútvegsráðherra talaði um óstaðfestan orðróm. Kompáss byggði þáttinn að stórum hluta á tugum ónafngreindra heimildamanna sem tekið höfðu þátt í svindlinu og orðið vitni að því. En nú stígur Jakob Kristinsson, fyrrverandi útgerðarmaður og framkvæmdastjóri á Bíldudal, fram með ítarlega játningu á netinu þar sem hann staðfestir að hafa tekið þátt í öllum þeim svikum sem fram komu í þættinum - og það stórfelldum. Jakob viðurkennir að á nærri tíu ára tímabili hafi það verið regla hjá sér að færa vigtina niður um fimm prósent yfir línuna. Þannig hafi verið svikin út 2-300 tonna kvóti á ári - mest í þoski. Segist Jakob hafa verið í stöðugu sambandi við framkvæmdastjóra annra fyrirtækja á Vestfjörðum og hafi þeir allir verið að gera slíkt hið sama. Hafi því þessi tegund svindls numið að minnsta kosti tvemur til þremur þúsundum tonnum á ári - bara á Vestfjörðum. Telur Jakob að yfirfæra megi þetta yfir yfir á hundrað fyrirtæki víða um land og hafi því árlegt kvótasvindl með vigtarsvikum numið 25-30 þúsund tonnum, eða 50-60 þúsund tonnum ef satt reynist að útgerðarmenn utan Vestfjarða hafi verið grófari í brotum en þeir. Ef miðað er við markaðsverð er þarna eru um gríðarleg verðmæti að ræða í krónum talið - jafnvel 5-10 milljarða. Þess utan liggja aflatölur til grundvallar ráðgjöf um veiðar þannig að ef svo stór skekkja er í löndunartölum hlýtur ráðgjöfin að verða æði broguð. En í ítarlegri játingu Jakobs getur hann einnig um dæmi um fölsun farmbréfa og framhjálöndun á tugum tonna af þorski. Hafi 20 feta frystigámur af flökuðum þorski verið sendur á markað úr landi. Hafi Jakob haft samband við umboðsmann í Englandi sem hafi ráðlagt honum að skrá þorskinn sem varahluti í skip. Loks játar Jakob að hafa landað þorski í körum og raðað steinbíti efst og skráð allt sem steinbít. Í eitt skipti hafi veiðst svo lítið af steinbít að varla hafi dugað til að þekja þorskinn og hafi vigtarmaður rekið augun í þetta. Útgerðarmaðurinn hafi þá brennt í ríkið og keypt kassa af bjór og vodkaflösku. Vigtarmaðurinn hafi fengið þetta að gjöf gegn því að líta framhjá svindlinu. Gefur Jakob síðan í skyn að þetta hafi verið upphafið að farsælu samstarfi á svipuðum nótum. Nokkuð er um liðið síðan þessi brot voru framin og virðast sakir fyrndar í mörgum tilvikum. Jakob tekur fram í skrifunum að hann er stuðningsmaður Frjálslynda flokksins og er nokkuð ljóst að með játningunni er hann að benda á brotalöm í kvótakerfinu - sem hann telur meingallað. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Fyrrverandi útgerðarmaður á Vestfjörðum játar stórfellt kvótasvindl uppá þúsundir tonna.Þetta gerir hann í yfirlýsingu á Netinu. Hann játar fölsun farmbréfa þar sem þorskur er skráður sem varahlutir og að hann hafi mútað vigtarmanni fyrir að líta framhjá því að þorskafli var gefin upp sem steinbítur. Maðurinn fullyrðir að kvótasvindlið hafi verið víðtækt um allt land og hafi numið tug þúsundum tonna af þorski á ári. Í Kompási síðasta sunnudag var greint frá stórfelldum kvótasvikum. Farið var yfir hvernig fiski var landað framhjá vigt, tegundir ranglega tilgreindar, farmbréf svikin og vigtinni hagrætt. Fiskistofustjóri játti því - með semingi - að svindlið gæti numið fáum þúsundum tonna á ári - en taldi fráleitt að ætla að þetta væri áfellisdómur yfir kvótakerfinu. Sjávarútvegsráðherra talaði um óstaðfestan orðróm. Kompáss byggði þáttinn að stórum hluta á tugum ónafngreindra heimildamanna sem tekið höfðu þátt í svindlinu og orðið vitni að því. En nú stígur Jakob Kristinsson, fyrrverandi útgerðarmaður og framkvæmdastjóri á Bíldudal, fram með ítarlega játningu á netinu þar sem hann staðfestir að hafa tekið þátt í öllum þeim svikum sem fram komu í þættinum - og það stórfelldum. Jakob viðurkennir að á nærri tíu ára tímabili hafi það verið regla hjá sér að færa vigtina niður um fimm prósent yfir línuna. Þannig hafi verið svikin út 2-300 tonna kvóti á ári - mest í þoski. Segist Jakob hafa verið í stöðugu sambandi við framkvæmdastjóra annra fyrirtækja á Vestfjörðum og hafi þeir allir verið að gera slíkt hið sama. Hafi því þessi tegund svindls numið að minnsta kosti tvemur til þremur þúsundum tonnum á ári - bara á Vestfjörðum. Telur Jakob að yfirfæra megi þetta yfir yfir á hundrað fyrirtæki víða um land og hafi því árlegt kvótasvindl með vigtarsvikum numið 25-30 þúsund tonnum, eða 50-60 þúsund tonnum ef satt reynist að útgerðarmenn utan Vestfjarða hafi verið grófari í brotum en þeir. Ef miðað er við markaðsverð er þarna eru um gríðarleg verðmæti að ræða í krónum talið - jafnvel 5-10 milljarða. Þess utan liggja aflatölur til grundvallar ráðgjöf um veiðar þannig að ef svo stór skekkja er í löndunartölum hlýtur ráðgjöfin að verða æði broguð. En í ítarlegri játingu Jakobs getur hann einnig um dæmi um fölsun farmbréfa og framhjálöndun á tugum tonna af þorski. Hafi 20 feta frystigámur af flökuðum þorski verið sendur á markað úr landi. Hafi Jakob haft samband við umboðsmann í Englandi sem hafi ráðlagt honum að skrá þorskinn sem varahluti í skip. Loks játar Jakob að hafa landað þorski í körum og raðað steinbíti efst og skráð allt sem steinbít. Í eitt skipti hafi veiðst svo lítið af steinbít að varla hafi dugað til að þekja þorskinn og hafi vigtarmaður rekið augun í þetta. Útgerðarmaðurinn hafi þá brennt í ríkið og keypt kassa af bjór og vodkaflösku. Vigtarmaðurinn hafi fengið þetta að gjöf gegn því að líta framhjá svindlinu. Gefur Jakob síðan í skyn að þetta hafi verið upphafið að farsælu samstarfi á svipuðum nótum. Nokkuð er um liðið síðan þessi brot voru framin og virðast sakir fyrndar í mörgum tilvikum. Jakob tekur fram í skrifunum að hann er stuðningsmaður Frjálslynda flokksins og er nokkuð ljóst að með játningunni er hann að benda á brotalöm í kvótakerfinu - sem hann telur meingallað.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira