Innlent

Hver gýs í miðborg Reykjavíkur

Hver er farinn að gjósa í miðborg Reykjavíkur og tré hefur vaxið upp í gegnum bifreið á Skólavörðustígnum. Þessi náttúruundur tengjast Fornleifastofnun Frakklands og lokum frönsku menningarhátíðarinnar Pourquoi Pas?

Leiðangursmenn fornleifastofnunarinnar rákust á sofandi risa þegar hverinn fór að gjósa, en risinn lætur nú öllum illum látum og eyðileggur bíla víða um borgina. Risinn verður eflaust á vegi borgarbúa áður en langt um líður. Um er að ræða samstarfsverkefni frönsku menningarhátíðarinnar og Listahátíðarinnar í Reykjavík sem hefst á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×