Innlent

Dýrt að kjósa í Júróvisjón

Íslendingar þurfa að greiða 99,9 krónur fyrir símtalið vilji þeir kjósa Eirík Hauksson í kvöld.
Íslendingar þurfa að greiða 99,9 krónur fyrir símtalið vilji þeir kjósa Eirík Hauksson í kvöld.

Langsamlega dýrast er að kjósa í símakosningu Eurovision söngvakeppninnar á Íslandi og munar 44 krónum á Íslandi og næstdýrasta landinu, sem er Pólland. Íslendingar þurfa að greiða 99,9 krónur fyrir símtalið, en Danir verða hins vegar aðeins rukkaðir um þrjár krónur. Þetta kemur fram á heimasíðu Neytendasamtakanna en þar á bæ hafa menn kannað símakostnaðinn hjá ellefu þáttökuþjóðum.

Enginn þeirra þjóða sem Neytendasamtökin hafa upplýsingar um kemst með tærnar þar sem Íslendingar hafa hælana. Þjóðverjar greiða tólf krónur, Hollendingar þrjátíu og Svíar fimmtíu og fjórar krónur, svo dæmi séu tekin. Meðaltal Evrópuþjóðanna mun vera um 45 krónur.

Neytendasamtökin vekja athygli á því að aðeins eru þrjú atkvæði tekin gild úr hverjum síma og því sé það aðeins peningasóun að hringja oftar.

 

 

 





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×