Innlent

Minntust loka síðari heimisstyrjaldarinnar

Í dag er þess víða minnst að 62 ár eru liðin frá því að herir nasista gáfust upp fyrir bandamönnum í heimsstyrjöldinni síðari. Að því tilefni lagði sendiherra Rússlands á Íslandi, Viktor Tatarintsev, blómsveig að minnismerkinu Vonin sem stendur í Fossvogskirkjugarði til minningar um fallna þátttakendur í siglingum skipalesta yfir Atlantshafið. Uppgjafar Þjóðverja er jafnan minnst í Rússlandi og öðrum ríkjum Austur-Evrópu 9. maí en þjóðir Vestur-Evrópu miða almennt við 8. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×