Fleiri fréttir

Brennuvargurinn ófundinn

Brennuvargur, sem er grunaður um að hafa kveikt í íbúðarhúsi á Akureyri undir morgun og í ruslagmámum í miðbænum, er enn ófundinn. Að sögn lögreglu fyrir stundu, hefur engin verið yfirheyrður og engar vísbendingar hafa fengist um hver hinn grunaði kann að vera. Nokkrar manneskjur voru inni í húsinu, sem hann kveikti í, en sluppu allar út ómeiddar. Húsið er stórskemmt.

Veiða hrefnu fyrir innanlandsmarkað

Hrefnuveiðibáturinn Halldór Sigurðsson ÍS hélt í sína fyrstu veiðiferð frá Bolungarvík í morgun. Hrefnubátarnir mega veiða samtals 74 hrefnur á þessari vertíð, bæði í atvinnuskyni og í vísindaskyni.Veiða má 38 hrefnur í atvinnuskyni og 36 í vísindaskyni og hefst vertíðin á vísindaveiðum. Þetta er ekki nema brot af því sem Hafrannsóknastofnun telur óhætt að veiða úr stofninum á ári, en það eru á bilinu 200 til 400 hrefnur. Allt kjötið af þessari vertíð á að fara á innanlandsmarkað.

Páfagauk bjargað úr lífsháska

Slökkviliðsmenn á Akureyri björguðu í nótt páfagauki úr bráðri hættu eftir að hillusamstæða hafði hrunið niður á gólf í fjölbýlishúsi í bænum og páfagaukurinn orðið undir henni. Húsráðandi taldi að gaukurinn væri lifandi í rústunum, en réði ekki einn við að reisa hana við. Slökkviliðsmen fóru að öllu með gát og viti menn, gaukurinn kom í ljós heill á húfi, en hillusamstæðan er hinsvegar talsvert löskuð

X hvað?

Fyrir þá sem eru í vafa um hvað þeir eigi að kjósa næstkomandi laugardag er hjálp á næsta leiti. Nemendur við viðskiptaháskólann á Bifröst hafa sett saman gagnvirka stjórnmálakönnun sem segir fólki hvaða stjórnmálaflokkur samræmist skoðunum þeirra mest.

Vatnsmýrin metin út frá tímasparnaði við þéttingu byggðar

Verðmæti Vatnsmýrar var ekki metið út frá markaðsverði lóða, í skýrslu flugvallarnefndar, heldur út frá tímasparnaði sem fæst við þéttingu byggðar. Engu að síður fékkst út tugmilljarða ábati við það að leggja af Reykjavíkurflugvöll.

Nýjustu Ísfirðingarnir á vefnum

Fæðingardeild fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði hefur sett upp nýburasíðu, þar sem hún birtir upplýsingar um börn sem fæðast á deildinni.

Megrunarlaus í einn dag

Megrunarlausi dagurinn er í dag en hann er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskun og fordómum í garð feitra. Dagurinn hefur verið haldinn víða um heim frá árinu 1992 til þess að vekja athygli á þjáningum sem hljótast af þráhyggju um grannan vöxt og almennri andúð á fitu. Þetta er í annað sinn sem Megarunarlausi dagurinn er haldinn hátíðlegur hér á landi.

Vilja fleiri göng á Vestfirði

Landvernd mælir með því að við vegagerð á Vestfjörðum verði í ríkari mæli horft til jarðganga sem valkosts. Þetta kom fram í ályktun á aðalfundi samtakanna í gær. Samtökin segja að með jarðgöngum á milli fjarðarbotna mætti víða stytta vegalengdir og bæta umferðaröryggi ásamt því að koma í veg fyrir óþarfa umhverfisrask.

Snjóél á Egilsstöðum

Vorið virðist hafa seinkað komu sinni, en frost á láglendi fór niður í tæpar þrjár gráður í nótt. Þá voru snjóél á Egilsstöðum klukkan níu í morgun. Frost var rúm ein gráða á Mývatni, tvær á Staðarhóli og tvær og hálf gráða á Reykjum í Hrútafirði. Aðeins er rúm vika síðan hitamet var slegið á Akureyri, en þá mældist hitinn þar 22,6 gráður

Skipstjóraskóli fyrir stórskip heimshafanna verði á Akureyri

Forstjóri Samherja hvetur til þess að Íslendingar mennti þúsundir manna til að stýra stærstu skipum heimshafanna. Hann vill að komið verði á fót slíkum skipstjórnarskóla stórskipa í samstarfi Háskólans á Akureyri og útgerða við Eyjafjörð.

Hætta á eldgosum á Reykjanesi kallar á varaflugvöll sunnanlands

Flugvallarnefnd telur að ef Reykjavíkurflugvelli verði lokað og innanlandsflugið flutt til Keflavíkur þurfi samhliða að byggja upp nýjan varaflugvöll á Bakka í Landeyjum, meðal annars vegna hættu á eldgosum á Reykjanesskaga. Allt að tíu prósenta líkur eru taldar á eldgosi þar á næstu fimmtíu árum.

Frambjóðendur hafast misjafnt við

Nú þegar ein vika er til kosninga keppast frambjóðendur við að koma sér og málefnum sínum á framfæri. Í dag bauð Frjálslyndi flokkurinn gestum og gangandi upp á grillaðan fisk hjá Sægreifanum við smábátahöfnina í Reykjavík og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra setti sýninguna Veiði í Smáralind.

Rannsókn á klámsíðu komin skammt á veg

Rannsókn lögreglu á íslenskri klámsíðu sem lokað var í fyrradag er skammt á veg komin. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem lögreglan rannsakar klámsíðu af þessu tagi sem vistuð er hér á landi.

Bæjarstjóri lofar að aðstoða MND sjúkling

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs segir bæjarfélagið vinna að því fullum fetum að finna lausn á vanda Óskars Óskarssonar sem hefur búið á Landspítalanum frá því síðast liðið haust. Mun dýrara er að vista manninn á taugalækningadeild en að hann fái heimahjúkrun.

Gagnrýna sölu sveitarfélaga í orkufyrirtækjum

Andstæðingar sjálfstæðismanna í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu gagnrýna þá harðlega fyrir sölu á hlut þeirra í orkufyrirtækjum. Mun meira hefði verið hægt að fá fyrir þessa hluti nú. Minnihluti borgarstjórnar var afar ósáttur við ákvörðun sjálfstæðismanna í haust um sölu á ráðandi hlut borgarinnar í Landsvirkjun.

Þúsundir gætu krafist ríkisborgararéttar

Doktor í Evrópurétti spyr hvort allsherjarnefnd Alþingis hafi sett fordæmi með því að veita stúlku frá Guatemala ríkisborgararétt. Þúsundir útlendinga á Íslandi gætu sótt um á sama grundvelli, enda er mismunun ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum.

Samkomulag um tannlæknaþjónustu barna undirritað

Samkomulag um fyrirkomulag tannlæknaþjónustu þriggja og tólf ára barna var undirritað í morgun. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis og tryggingamálaráðherra fagnar samkomulaginu og segir tímasetninguna ekki tengjast Alþingiskosningunum eftir viku.

Björn braggast

Heilsa Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra er nokkuð góð að hans mati en hann gekkst undir brjótsholsaðgerð fyrir rúmum þremur vikum. Hann býst við því að heilsa hans verði betri en áður þar sem nú sé búið að komast fyrir það sem hrjáði hann.

Nýjan varaflugvöll þarf verði Reykjavíkurflugvelli lokað

Flugvallarnefnd telur að ef Reykjavíkurflugvelli verði lokað og innanlandsflugið flutt til Keflavíkur þurfi samhliða að byggja upp nýjan varaflugvöll á Bakka í Landeyjum, meðal annars vegna hættu á eldgosum á Reykjanesskaga. Allt að tíu prósenta líkur eru taldar á eldgosi þar á næstu fimmtíu árum.

Samfylkingin eyddi mestu, ekki Framsókn

Samfylkingin hefur eytt mestu í auglýsingar fyrir komandi kosningar en ekki Framsóknarflokkurinn líkt og fram kom í skýrslu Capacent Gallup sem við birtum í gær. Mistök urðu í samantekt sem gerð var á auglýsingakostnaðinum og var kostnaður Framsóknarflokksins var ofreiknaður um rúmlega 4,3 milljónir króna. Í yfirlýsingu frá Capacent Gallups segir að villan sé tilkomin vegna tvíbókunar á birtingum Framsóknarflokksins.

Rausnarleg gjöf

Fimm lykilstjórnendur Kaupþings og Exista hafa ásamt eiginkonum sínum gefið Krabbameinsfélagi Íslands 120 milljónir króna. Þetta eru Kaupþingsmennirnir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Robert Tchenquiz og Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir en eiginkonur þeirra eru Anna Lísa Sigurjónsdóttir, Arndís Björnsdóttir, Heather Bird Tchenquiz, Þuríður Reynisdóttir og Guðrún Rut Eyjólfsdóttir. Þetta er langstærsta gjöf sem Krabbameinsfélaginu hefur borist en um hana var tilkynnt á aðalfundi félagsins í gær. Gefendur segjast vilja með þessu stuðla að framförum í leit að brjóstakrabbameini en gjafaféð rennur til kaupa á þremur tækjum til stafrænnar brjóstamyndatöku.

Rændi pakka og þarf að greiða 30.000 krónur í sekt

Rúmlega tvítugur karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir þjófnað á pakka. Pakkinn hafði verið sendur með áætlunarbifreið á Selfoss en maðurinn var farþegi í bifreiðinni og rændi honum við komuna á Selfoss.

Búinn með meira en helming af auglýsingafé sínu

Framsóknarflokkurinn er búinn að eyða meira en helming af því auglýsingafé sem flokkarnir náðu samkomulagi um. Aðeins Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin höfðu auglýst í sjónvarpi þegar auglýsingakostnaður flokkanna var tekinn saman í vikunni.

Auðveldar samskipti björgunaraðila

Í dag var tekinn í notkun fyrsti áfangi af þremur á nýju neyðar og öryggisfjarskiptakerfi, TETRA. Kerfið á að auka til muna öryggi landsmanna í hættu og neyðartilfellum en það auðveldar öll samskipti milli lögreglu, björgunarsveita, slökkviliða og annarra viðbragðsaðila á landinu.

MND sjúklingur neyddur til að vera á spítala

MND sjúklingur úr Kópavogi fær ekki þá aðhlynningu sem hann þarf til að búa heima. Hann hefur búið á taugalækningadeild Landspítalans frá því í ágúst í fyrra, gegn sínum vilja. Mannréttindabrot segir formaður MND félagsins.

Landsvirkjun seld á spottprís miðað við Hitaveitu Suðurnesja

Reykjavíkurborg og Akureyrarbær virðast hafa selt Landsvirkjun langt undir líklegu markaðsverði fyrir fimm mánuðum miðað við það verð sem ríkið fékk fyrir hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja fyrr í vikunni. Orkufyrirtækin voru metin álíka verðmæt við sölu eignarhlutanna þótt helstu kennitölur segi að Landsvirkjun ætti að vera fjórfalt verðmætari.

Saksóknari hefur kært frávísun

Saksóknari í Baugsmálinu, hefur kært frávísun héraðsdóms á tíu ákæruliðum málsins til Hæstaréttar. Hann hefur einnig kært frávísun ákærunnar á hendur Jóni Geraldi Sullenberger. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það af hálfu saksóknara hvort hann áfrýjar fleiri liðum málsins.

Nýtt fangelsi rís á höfuðborgarsvæðinu

Áformað er að reisa nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu. Er það partur af áætlun um heildaruppbyggingu fangelsa á landinu. Fangelsið yrði í tengslum við nýja lögreglustöð sem á að rísa á næstu árum.

Reykjavík meðal bestu borga fyrir skemmtiferðaskip

Reykjavík er tilnefnd til verðlaunanna World Travel Awards sem besti áfangastaður fyrir skemmtiferðaskip í Evrópu, “Europe’s Leading Cruise Destination”. Um það bil 80 skemmtiferðaskip eru nú þegar bókuð til Reykjavíkur í sumar og áætlaður farþegafjöldi er á bilinu 60-70 þúsund.

Frekari rannsóknir þarf fyrir nýjan Reykjavíkurflugvöll

Reykjavíkurflugvöllur er á mjög góðum stað frá sjónarmiði flugsamgangna og flugrekenda. Flugvallarsvæðið er hins vegar mjög dýrmætt sem byggingarland. Þjóðhagslegir útreikningar sýna að flugvöllur á Hólmsheiði, Lönguskerjum eða flutningur innanlandsflugs til Keflavíkurflugvallar muni skila miklum ábata. Þetta er niðursstaða skýrslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar sem var birt í dag.

Vitna leitað af hátíðinni „Aldrei fór ég suður“

Lögreglan á Vestfjörðum leitar eftir vitnum að ofbeldisbroti sem framið var á tónlistarhátíðinni „Aldrei fór ég suður.“ Um klukkan tvö að nóttu þann 8. apríl síðastliðinn mun karlmaður hafa brotið gegn ungri stúlku á færanlegu salerni á tónleikasvæði hátíðarinnar. Karlmaðurinn er talinn vera 170 til 180 cm á hæð og var klæddur íslenskri lopapeysu með bekk. Stúlkan var gestur á hátíðinni.

Þröstur byggir sér hjólhýsi

Þegar Björg Erlingsdóttir á Höfn tók fram reiðhjólið í gærmorgun hafði þröstur gert sér hreiður í körfunni á hjólinu. Björg segist hafa séð mosatægjur í körfunni í fyrrakvöld og héld að þar hefðu börn átt í hlut. Raunin var sú að þröstur var byrjaður að leggja þar grunn að hreiðri.

Amfetamín og skotvopn fundust við húsleitir

Lögreglan lagði hald á töluvert magn af amfetamíni við húsleitir á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Í annarri íbúðinni fundust jafnframt skotvopn. Tveir karlmenn og ein kona voru handtekin vegna málanna.

Hátt í 20 hús rifin við Þverholt

Hafist var handa við að rífa hátt í tuttugu hús við Þverholt í Reykjavík í morgun og er í ráði að reisa fjölmenna stúdentagarða á rústum þeirra. Ráðgert er að verkið taki tvo til þrjá mánuði og má segja að öll hús við Þverholtið, allt frá gamla DV húsinu og að Háteigsvegi, verði bortin niður.

Ræða atvinnuástandið í Bolungarvík

Guðmundur Halldórsson, Bolvíkingur og fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður, boðar til borgarafundar í Bolungarvík á sunnudag vegna atvinnuástandsins í bænum. Hann segir ráðamenn verða að koma með lausnir en hátt í 70 manns hafa misst vinnuna á síðustu misserum.

Karlmaður fékk fimm ár fyrir ýmis brot

Hæstiréttur staðfesti í gær fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir rúmlega fertugum karlmanni fyrir margvísleg brot. Helstu brotin eru nytjastuldur, þjófnaður, skjalafals, fjársvik, umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalöggjöfinni. Hann var einnig sviftur ökuréttindum ævilangt.

Málefni Grímseyjarferju í uppnámi

Meirihluti samgöngunefndar felldi í morgun tillögu minnihlutans um að Ríkisendurskoðandi verði látinn fara yfir fjárreiður er varða væntanlega Grímseyjarferju. Málefni ferjunnar eru því áfram í uppnámi. Asögn Kristjáns Möller alþingismanns og nefndarmanns, mættu fulltrúar Vegagerðarinnar á fundinn ásamt fulltrúum skipasmíðastöðvarinnar sem unnið hafa að viðgerð á ferjunni.

Jónína: Kastljós baðst ekki afsökunar

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra vinnur nú að kæru til Siðanefndar Blaðamannafélagsins vegna umfjöllunar Kastljóss um ríkisborgararétt unnustu sonar síns. Hún segir eina af ástæðum kærunnar vera þá að Kastljósfólk hafi ekki séð sóma sinn í því að biðjast afsökunar.

Samfylkingin næst stærst í könnun

Samfylkingin er aftur orðin næst stærsti stjórnmálaflokkurinn, samkvæmt könnun Gallups fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Hún hefur náð talsverðu forskoti á Vinstri græna.

Sjá næstu 50 fréttir