Innlent

Samkomulag um tannlæknaþjónustu barna undirritað

Í samningnum er gert ráð fyrir að öll börn þriggja og tólf ára fái forvarnarskoðun en innifalið í henni er skoðun, viðtal, atferlismeðferð, fræðsla og flúormeðferð auk þess sem tólf ára börn fá röntgenbitmynd að auki. Heildarkostnaður vegna samningsins er um 70 milljónir króna.

Sif Friðleifsdóttir fagnar samningnum sem hún segir aðeins fyrsta skrefið af mörgum.

Tímasetninguna, viku fyrir kosningar, segir hún tilviljun. Unnið hafi verið að málinu lengi, og niðurstaða ekki fengist fyrr en nú.

Samningurinn var undirritaður á blaðamannafundi í morgun. Af því tilefni fór Sigurjón Benediktsson formaður tannlæknafélagsins með þessa vísu sem til varð á einum samningarfundinum:

,,Við samningaborðið eru etnar snittur

og spurningar vakna þrjár.

er Karíus kannski komma-tittur

og Baktus Hægri-blár."

Efnt verður til póstkosningar um málið og stendur hún til 21. Maí. Þeir sem samþykkja samninginn þar verða sjálfkrafa aðilar að honum og getur fólk gengið að þjónustunni vísri hjá þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×