Fleiri fréttir Vilja að Núpsskóli verði meðferðarheimili fyrir börn og unglinga Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti einróma í gær að bjóða Núpsskóla sem meðferðarheimili fyrir börn og ungmennni. Ákveðið var að ganga til viðræðna við stjórnvöld um þennan möguleika. 4.5.2007 11:02 Dönsk fermingarbörn fá fræðslu um áfengismál Dönsk fermingarbörn fá nú fræðslu um áfengismál í fermingarfræðslunni. Danskir vínframleiðendur og innflytjendur hafa tekið höndum saman við kirkjuna um málið og eru unglingar varaðir við að þótt þeir teljist í fullorðinna manna tölu eftir fermingu, sé heili þeirra ekki fullþroskaður fyrr en um tvítugt. Áfengisdrykkja á unglingsárum geti tafið og truflað þann þroska. 4.5.2007 10:45 Innritun í framhaldsskóla á netinu Opnað verður fyrir rafræna innritun í framhaldsskóla landsins á skólavef menntamálaráðuneytisins þann 14. maí næstkomandi. Þá verður hægt að innrita nemendur á vefnum menntagatt.is til 11. júní. Allar umsóknir í dagskóla verða með rafrænum hætti og berast beint til upplýsingakerfa framhaldsskólanna. 4.5.2007 10:27 Sægarðar lokaðir til 26. maí Sægarðar verða lokaðir við gatnamót Sæbrautar og Vatnagarða frá morgundeginum til 26. maí. Framkvæmdir verða á svæðinu og munu umferðarljós á gatnamótunum blikka á gulu ljósi. Aðeins ein akbraut verður í notkun á 50 metra kafla á Sæbraut til norðvesturs. Aðkoma að fyrirtækjum á hafnarsvæðinu verður um Holtaveg og Sundagarða. 4.5.2007 10:03 Tímamót í fjarskiptamálum neyðarþjónustu Fyrsti áfangi af þremur á TETRA neyðar- og öryggisfjarskiptakerfinu verður tekinn í notkun í dag. Kerfið mun nánast ná til landsins. Helstu kostir þess eru að viðbragðsaðilar sem þurfa að starfa saman geta haft samvinnu í einu sameiginlegu öryggisfjarskiptakerfi. Öryggi landsmanna í hættu og neyðartilvikum mun aukast með tilkomu kerfisins. 4.5.2007 09:52 Íslandshreyfingin hvetur til að staðið verði við loforð um Vaðlaheiðargöng Íslandshreyfingin hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta þess efnis að ríkið hafi hætt stuðningi sínum við félagið Greið leið, sem vinnur að gerð ganga undir Vaðlaheiði. 3.5.2007 21:18 Undirbúningur Vaðlaheiðarganga hefur stöðvast vegna fjárskorts Mikill stuðningur er við gerð Vaðlaheiðarganga. Samkvæmt nýrri könnun Capacent telja 92% svarenda í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu mikilvægt að göngin verði grafin. Undirbúningur verkefnisins hefur hins vegar stöðvast. 3.5.2007 19:43 Jón Ásgeir fékk þriggja mánaða dóm Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa útbúið tilhæfislausan kreditreikning í bókhaldi Baugs sumarið 2001. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, fékk níu mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir bókhaldsbrot. 3.5.2007 19:28 Japanskur ferðamaður fékk sér sundsprett í Tjörninni Tilkynnt var um karlmann á miðjum aldri í Tjörninni í gærkvöld. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var maðurinn, „sem er að öllum líkindum japanskur ferðamaður“, eins og segir í tilkynningu frá lögreglunni, kominn á þurrt. 3.5.2007 17:43 Framsókn tapar fylgi til VG í Kraganum Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin halda sínu fylgi í Suðvesturkjördæmi en Framsókn tapar miklu fylgi yfir til vinstri grænna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. 3.5.2007 17:21 Sparisjóður Mýrarsýslu dæmdur til 26 milljóna greiðslu Hæstiréttur dæmdi í dag Sparisjóð Mýrarsýslu til að greiða Kaupfélagi Árnesinga rúmar 26 milljónir króna auk vaxta. Sparisjóðurinn hafði tekið upphæð sem þriðji aðili greiddi inn á innlánsreikning Kaupfélagsins upp í skuld þess vegna víxla sem Sparisjóðurinn keypti af Kaupfélaginu. 3.5.2007 17:04 Átta mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir Hæstiréttur staðfesti í dag átta mánaða fangelsisdóm héraðsdóms yfir karlmanni vegna tveggja líkamsárása í og við hótel á Akranesi í fyrrasumar. 3.5.2007 16:49 Missti sígarettuna og ók á girðingu Ungur ökumaður varð fyrir því óláni í nótt að keyra á girðingu eftir að hann missti logandi sígarettu í miðjum akstri. Flytja þurfti piltinn á slysadeild. Tilkynnt var um 28 umferðaróhöpp í höfuðborginni síðasta sólarhring. 3.5.2007 16:43 Síbrotamaður í fimm ára fangelsi Hæstiréttur dæmdi í dag síbrotamann í fimm ára fangelsi fyrir mikinn fjölda brota. Maðurinn var sakfelldur fyrir var nytjastuld, þjófnað, skjalafals, fjársvik, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. 3.5.2007 16:38 Lögregluembættin á Vesturlandi í nánara samstarf Löggæsla á Vesturlandi verður efld verulega og viðbragðstími styttur samkvæmt nýju samkomulagi milli lögregluembættanna í landsfjórðungnum. Framvegis mun lögreglulið á svæðinu sjá sameiginlega um allt eftirlit án tillits til umdæmamarka. 3.5.2007 16:24 Spyr hvort kosningaloforð standist Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir spá Seðlabankans benda til minnkandi hagvaxtar á þessu ári og því næsta. Það bendi til samdráttar á árinu 2009. Enginn stjórnmálaflokkanna byggi heildstæða stefnumörkun í skattamálum, velferðarmálum eða opinberum fjárfestingum á þeirri sýn. 3.5.2007 16:14 Stjórn Baugs lýsir yfir stuðningi við Jón Ásgeir Dómur í Baugsmálinu endurspeglar slælegan málatilbúnað ákæruvaldsins segir stjórn Baugs Group um hinn nýfallna dóm. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér fyrir skömmu. Stjórnin lýsir áfram yfir eindregnum stuðningi við Jón Ásgeir Jóhannesson. 3.5.2007 15:50 Jón Ásgeir áfrýjar dómi til Hæstaréttar Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Baugsmálinu sem féll í dag til Hæstaréttar. Jón Ásgeir var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldsbrot í tengslum við rekstur Baugs. 3.5.2007 15:34 Vaxandi ójöfnuður og auknar skuldir Þrátt fyrir almennt góðæri í þjóðfélaginu á undanförnum árum hefur ójöfnuðu vaxið og skuldir heimilanna aukist meira en góðu hófi gegnir. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum vorskýrslu Hagdeildar Alþýðusambands Íslands sem kynnt var í dag. Skýrsluhöfundar telja það forgangsatriði að tökum sé náð á hagstjórninni og að stjórnmálamenn láti af ódýrum innhaldslausum loforðum og horfist þess í stað í augu við raunveruleikann. 3.5.2007 15:32 Skoðað verður vel hvort málinu verður áfrýjað Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, sagði skömmu eftir að dómur var kveðinn upp í hádeginu í dag að skoða yrði mjög vel hvort málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. 3.5.2007 15:01 Kaupþing neitar tilraun til að kaupa Jón Gerald Jón Gerald Sullenberger segist feginn að hafa sloppið við ákæru í Baugsmálinu. Hann segir forstjóra Kaupþings hafa reynt að kaupa sig til að falla frá málinu árið 2002 með boði um tvær milljónir bandaríkjadala. Þessu neitar Kaupþing. „Hvorki forstjóri Kaupþings banka né aðrir starfsmenn hans hafa nokkurn tímann boðið Jóni Gerald Sullenberger greiðslur fyrir að draga mál sitt gagnvart Baug til baka." 3.5.2007 14:49 Fagna hugmyndum um enduruppbyggingu eftir bruna Húsafriðunarnefnd ríkisins fagnar frumkvæði borgarstjóra Reykjavíkur um enduruppbyggingu húsanna á horni Austurstrætis og Lækjargötu sem skemmdust í eldsvoða þann 18. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefndinni. 3.5.2007 14:40 Fræðimannsíbúðinni í Kaupmannahöfn úthlutað Sjö fræðimenn munu fá afnot af íbúð Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn næsta vetur en úthlutun fór fram í dag. Úthlutunin gildir frá septembermánuði á þessu ári til ágústloka á því næsta. 3.5.2007 14:02 Kostaði ríkissjóð rúmlega 105 milljónir Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna meðferðar endurákæru í Baugsmálinu fyrir dómi eru rúmlega 105 milljónir króna. Þetta kom fram í dómsskjölum en í þeim ákvörðuðu dómarar laun verjenda. Við ákvörðun málsvarnarlauna var tekið mið af vinnuskýrslum verjenda og viðmiðunarreglum dómstólaráðs. Virðisaukaskattur er innifalinn í málsvarnarlaununum. 3.5.2007 13:59 Ráðuneyti útskýrir skjóta afgreiðslu ríkisborgararéttar Dóms- og kirkjumálaráðuneytið segir ekkert athugavert við skjóta afgreiðslu á umsókn stúlku frá Gvatemala um íslenskan ríkisborgararétt en stúlkan tengist Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. 3.5.2007 13:56 Rúmlega 400 hjól boðin upp hjá lögreglunni Rúmlega 400 reiðhjól verða boðin upp hjá óskilamunadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á laugardaginn. Að sögn lögreglu eru hjólin sem boðin verða upp bæði ný og gömul. 3.5.2007 13:44 Kastljós stendur við umfjöllun sína Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóssins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir Kastljósið standa við umfjöllun sína um veitingu ríkisborgararéttar til tilvonandi tengdadóttur Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Spurningu ráðherrans um hvort þátturinn láti misnota sig í pólitískum tilgangi er er jafnframt hafnað. Jónína sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hafnaði því sem hún kallar ásökunum Kastljóss og spurði hvort Kastljósið léti misnota sig með því að koma höggi á hana og Framsóknarflokkinn í aðdraganda kosninga. Þórhallur hafnar því að Kastljós er hafi verið misnotað af neinum. Hann segir meðal annars í yfirlýsingunni, að aldrei hafi verið sagt að Jónína hefði beitt sér í málinu, heldur vakin athygli á óvenjulegri afgreiðslu málsins. Þegar við bætist að stúlkan búi á heimili umhverfisráðherra sé full ástæða fyrir fjölmiðla að spyrja spurninga. 3.5.2007 13:33 Högnuðust um rúma 60 milljarða Íslenskir fjárfestar högnðust um rúma sextíu milljarða króna þegar þeir seldu 85 prósenta hlut sinn í búlgörsku símafélagi í gærkvöldi. 3.5.2007 13:09 Frakkar búsettir á Íslandi mjög vinstrisinnaðir Frakkar búsettir á Íslandi eru mun vinstrisinnaðri en landar þeirra í heimalandinu sé miðað við hvernig þeir kusu í utankjörstaðakosningu í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna. Rúmlega helmingur þeirra kaus Segolene Royal, frambjóðanda vinstrimanna, en aðeins einn af hverjum tíu hægrimanninn Nicolas Sarkozy. 3.5.2007 12:53 Mikil vonbrigði með sakfellingu Jóns Ásgeirs Gestur Jónsson lögmaður segir sakfellingu yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Baugsmálinu mikil vonbrigði. Hann sagði við fréttamenn eftir dómsuppkvaðningu í hádeginu að afstaða dómara til málatilbúnaðarins endurspeglaðist í því að ríkið væri látið bera mestan hluta málskostnaðar. Hann segir að dómurinn verði skoðaður, en ekki sé búið að ákveða hvort málinu verði áfrýjað. 3.5.2007 12:37 Hæðarslá féll á bíla Umferðarslys varð á Miklubraut í dag þegar að bíll með krana rakst á hæðarslá yfir götunni. Hún féll við það á tvo bíla og skemmdust þeir töluvert. Engin slys urðu á fólki. Loka þurfti öllum akreinum í vestur á meðan verið var að fjarlægja slánna af götunni. 3.5.2007 12:11 Jón Ásgeir og Tryggvi fá skilorðsbundna dóma Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að Baugsmálinu. Þá var Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri félagsins, dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. 3.5.2007 12:02 Niðurrif Pravda stöðvað að kröfu lögmanns Niðurrif á rústunum af skemmtistaðnum Pravda í Austurstræti sem hófst á laugardag, var stöðvað seinnipartinn í gær að kröfu lögmanns. Rekstraraðilar í húsinu telja að nú þegar hafi verið unnið ómetanlegt tjón á því sem þeir telja að hafi verið heill hluti af húsinu. Þeir eru óhressir með að borgin hyggist taka af þeim reksturinn án þess að tala við þá. 3.5.2007 12:00 Rafræn kjörskrá opnuð á vefnum Opnað hefur verið fyrir rafrænan aðgang að kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi alþingiskosningar. Þar geta kjósendur aflað sér upplýsinga um hvar þeiri eigi að kjósa og í hvaða kjördeild. 3.5.2007 11:28 Bein útsending - Dómur í Baugsmálinu Bein útsending verður í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 og á Vísir.is frá Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tólf en þá verður dómur kveðinn upp í Baugsmálinu. Um er að ræða 18 ákæruliði í endurákæru sem Sigurður Tómas Magnússon gaf út eftir að 32 ákæruliðum í Baugsmálinu hinu fyrra var vísað frá dómi. 3.5.2007 11:01 Nýskráðum bílum fækkar um 35 prósent Samdráttur upp á tæplega 35 prósent varð í nýskráningum bíla á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Alls voru tæplega 5.800 nýir bílar skráðir á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs samkvæmt Hagstofu Íslands 3.5.2007 10:45 Samið um tvö ný fiskiverkefni í Mósambík Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur samið við sjávarútvegsráðuneyti Mósambík um tvö ný verkefni á sviði fiskimála. Jóhann Pálsson, umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar, skrifaði undir samningana fyrir hönd Íslands í dag. 3.5.2007 10:08 Ekki byrjað að mæla skyggni á Hólmsheiði Röskum átján mánuðum eftir að flugvöllur á Hólmsheiði þótti álitlegur kostur - hafa enn engin tæki verið keypt til að mæla skyggni og skýjahæð á heiðinni. Samgönguráðuneytið hefur enn ekki farið fram á það við Flugstoðir ohf. að hefja mælingar sem nauðsynlegar eru til að taka afstöðu til flugvallar á heiðinni. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að hægt hefði verið að ná nægilegum upplýsingum á einu til tveimur árum. 2.5.2007 18:57 Ágreiningur um kostnað vegna viðgerða Ágreiningur er milli Vegagerðarinnar og Vélsmiðju Orms og Víglundar um viðgerðarkostnað á Grímseyjarferjunni, sem lengi hefur verið í slipp. Hægt hefur verið á viðgerðum vegna ágreiningsins. Viðgerðarkostnaður hefur farið langt fram úr áætlunum vegna lélégs ástands ferjunnar. 2.5.2007 18:47 Metfjöldi á fundi í Grímsey Fjölmennasti fundur sem sögur fara af í Grímsey var haldinn þar í gær. Þótt íbúarnir séu aðeins eitthundrað talsins mættu samt 140 manns á fundinn, sem sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi stóðu fyrir. Þar voru forystumenn flokksins gagnrýndir fyrir að vilja ekki ræða Evrópusambandsaðild. Reykjavíkurflugvöllur virtist brenna einna heitast á fundarmönnum. 2.5.2007 18:45 Flestir tilgreina persónulegar ástæður þegar sótt er um ríkisborgararétt Þeir sem fengið hafa ríkisborgararétt hér á landi að undangenginni afgreiðslu allsherjarnefndar Alþingis hafa flestir búið hér á landi í tvö ár eða lengur, eru eldri en 18 ára og uppfylla ekki búsetuskilyrði. Í langflestum tilvikum tilgreina þeir persónulegar ástæður eða ástæður fjölskyldulegs eðlis fyrir því að sótt er um undanþágu. 2.5.2007 18:05 Óvissan slæm fyrir skjólstæðinga SÁÁ Æskilegra hefði verið að nýundirritaður þjónustusamningur SÁÁ við ríkið næði til lengri tíma en næstu áramóta að sögn framkvæmdastjóra hjá SÁÁ. Hann segir óvissuna mjög slæma fyrir skjólstæðinga samtakanna. Samtökin undirrituðu í dag samkomulag við annars vegar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og hins vegar fjármálaráðuneytið um framlengingu þjónustusamnings við ríkið fram að næstu áramótum. Upphaflegur þjónustusamningur var frá ársbyrjun 2002 til árloka 2005. 2.5.2007 17:10 Fimm sóttu um embætti ríkissaksóknara Fimm umsækjendur sóttu um starf ríkissaksóknara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn föstudag. Umsækjendur eru hæstaréttarlögmennirnir Brynjar Níelsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson, saksóknararnir Egill Stephensen og Sigríður Friðjónsdóttir og Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari. 2.5.2007 16:47 Hræðileg vonbrigði Arndís Björnsdóttir, talsmaður Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja, segir oddvita listans í Norðausturkjördæmi ekki hafa haft samráð við sig áður en hætt var við framboð í kjördæminu. Arndís segir þetta vera hræðileg vonbrigði. 2.5.2007 16:22 Hlutur ríkisins mun renna til Suðurnesja Suðurnesin munu með einhverjum hætti njóta sölu ríkisins á hlut þess í Hitaveitu Suðurnesja. Þetta sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í samtali við Vísi í dag. Grétar Mar Jónsson frambjóðandi frjálslyndra í Suðurkjördæmi hefur lagt til að fjármagnið verði látið renna til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum. 2.5.2007 16:18 Sjá næstu 50 fréttir
Vilja að Núpsskóli verði meðferðarheimili fyrir börn og unglinga Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti einróma í gær að bjóða Núpsskóla sem meðferðarheimili fyrir börn og ungmennni. Ákveðið var að ganga til viðræðna við stjórnvöld um þennan möguleika. 4.5.2007 11:02
Dönsk fermingarbörn fá fræðslu um áfengismál Dönsk fermingarbörn fá nú fræðslu um áfengismál í fermingarfræðslunni. Danskir vínframleiðendur og innflytjendur hafa tekið höndum saman við kirkjuna um málið og eru unglingar varaðir við að þótt þeir teljist í fullorðinna manna tölu eftir fermingu, sé heili þeirra ekki fullþroskaður fyrr en um tvítugt. Áfengisdrykkja á unglingsárum geti tafið og truflað þann þroska. 4.5.2007 10:45
Innritun í framhaldsskóla á netinu Opnað verður fyrir rafræna innritun í framhaldsskóla landsins á skólavef menntamálaráðuneytisins þann 14. maí næstkomandi. Þá verður hægt að innrita nemendur á vefnum menntagatt.is til 11. júní. Allar umsóknir í dagskóla verða með rafrænum hætti og berast beint til upplýsingakerfa framhaldsskólanna. 4.5.2007 10:27
Sægarðar lokaðir til 26. maí Sægarðar verða lokaðir við gatnamót Sæbrautar og Vatnagarða frá morgundeginum til 26. maí. Framkvæmdir verða á svæðinu og munu umferðarljós á gatnamótunum blikka á gulu ljósi. Aðeins ein akbraut verður í notkun á 50 metra kafla á Sæbraut til norðvesturs. Aðkoma að fyrirtækjum á hafnarsvæðinu verður um Holtaveg og Sundagarða. 4.5.2007 10:03
Tímamót í fjarskiptamálum neyðarþjónustu Fyrsti áfangi af þremur á TETRA neyðar- og öryggisfjarskiptakerfinu verður tekinn í notkun í dag. Kerfið mun nánast ná til landsins. Helstu kostir þess eru að viðbragðsaðilar sem þurfa að starfa saman geta haft samvinnu í einu sameiginlegu öryggisfjarskiptakerfi. Öryggi landsmanna í hættu og neyðartilvikum mun aukast með tilkomu kerfisins. 4.5.2007 09:52
Íslandshreyfingin hvetur til að staðið verði við loforð um Vaðlaheiðargöng Íslandshreyfingin hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta þess efnis að ríkið hafi hætt stuðningi sínum við félagið Greið leið, sem vinnur að gerð ganga undir Vaðlaheiði. 3.5.2007 21:18
Undirbúningur Vaðlaheiðarganga hefur stöðvast vegna fjárskorts Mikill stuðningur er við gerð Vaðlaheiðarganga. Samkvæmt nýrri könnun Capacent telja 92% svarenda í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu mikilvægt að göngin verði grafin. Undirbúningur verkefnisins hefur hins vegar stöðvast. 3.5.2007 19:43
Jón Ásgeir fékk þriggja mánaða dóm Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa útbúið tilhæfislausan kreditreikning í bókhaldi Baugs sumarið 2001. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, fékk níu mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir bókhaldsbrot. 3.5.2007 19:28
Japanskur ferðamaður fékk sér sundsprett í Tjörninni Tilkynnt var um karlmann á miðjum aldri í Tjörninni í gærkvöld. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var maðurinn, „sem er að öllum líkindum japanskur ferðamaður“, eins og segir í tilkynningu frá lögreglunni, kominn á þurrt. 3.5.2007 17:43
Framsókn tapar fylgi til VG í Kraganum Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin halda sínu fylgi í Suðvesturkjördæmi en Framsókn tapar miklu fylgi yfir til vinstri grænna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. 3.5.2007 17:21
Sparisjóður Mýrarsýslu dæmdur til 26 milljóna greiðslu Hæstiréttur dæmdi í dag Sparisjóð Mýrarsýslu til að greiða Kaupfélagi Árnesinga rúmar 26 milljónir króna auk vaxta. Sparisjóðurinn hafði tekið upphæð sem þriðji aðili greiddi inn á innlánsreikning Kaupfélagsins upp í skuld þess vegna víxla sem Sparisjóðurinn keypti af Kaupfélaginu. 3.5.2007 17:04
Átta mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir Hæstiréttur staðfesti í dag átta mánaða fangelsisdóm héraðsdóms yfir karlmanni vegna tveggja líkamsárása í og við hótel á Akranesi í fyrrasumar. 3.5.2007 16:49
Missti sígarettuna og ók á girðingu Ungur ökumaður varð fyrir því óláni í nótt að keyra á girðingu eftir að hann missti logandi sígarettu í miðjum akstri. Flytja þurfti piltinn á slysadeild. Tilkynnt var um 28 umferðaróhöpp í höfuðborginni síðasta sólarhring. 3.5.2007 16:43
Síbrotamaður í fimm ára fangelsi Hæstiréttur dæmdi í dag síbrotamann í fimm ára fangelsi fyrir mikinn fjölda brota. Maðurinn var sakfelldur fyrir var nytjastuld, þjófnað, skjalafals, fjársvik, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. 3.5.2007 16:38
Lögregluembættin á Vesturlandi í nánara samstarf Löggæsla á Vesturlandi verður efld verulega og viðbragðstími styttur samkvæmt nýju samkomulagi milli lögregluembættanna í landsfjórðungnum. Framvegis mun lögreglulið á svæðinu sjá sameiginlega um allt eftirlit án tillits til umdæmamarka. 3.5.2007 16:24
Spyr hvort kosningaloforð standist Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir spá Seðlabankans benda til minnkandi hagvaxtar á þessu ári og því næsta. Það bendi til samdráttar á árinu 2009. Enginn stjórnmálaflokkanna byggi heildstæða stefnumörkun í skattamálum, velferðarmálum eða opinberum fjárfestingum á þeirri sýn. 3.5.2007 16:14
Stjórn Baugs lýsir yfir stuðningi við Jón Ásgeir Dómur í Baugsmálinu endurspeglar slælegan málatilbúnað ákæruvaldsins segir stjórn Baugs Group um hinn nýfallna dóm. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér fyrir skömmu. Stjórnin lýsir áfram yfir eindregnum stuðningi við Jón Ásgeir Jóhannesson. 3.5.2007 15:50
Jón Ásgeir áfrýjar dómi til Hæstaréttar Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Baugsmálinu sem féll í dag til Hæstaréttar. Jón Ásgeir var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldsbrot í tengslum við rekstur Baugs. 3.5.2007 15:34
Vaxandi ójöfnuður og auknar skuldir Þrátt fyrir almennt góðæri í þjóðfélaginu á undanförnum árum hefur ójöfnuðu vaxið og skuldir heimilanna aukist meira en góðu hófi gegnir. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum vorskýrslu Hagdeildar Alþýðusambands Íslands sem kynnt var í dag. Skýrsluhöfundar telja það forgangsatriði að tökum sé náð á hagstjórninni og að stjórnmálamenn láti af ódýrum innhaldslausum loforðum og horfist þess í stað í augu við raunveruleikann. 3.5.2007 15:32
Skoðað verður vel hvort málinu verður áfrýjað Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, sagði skömmu eftir að dómur var kveðinn upp í hádeginu í dag að skoða yrði mjög vel hvort málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. 3.5.2007 15:01
Kaupþing neitar tilraun til að kaupa Jón Gerald Jón Gerald Sullenberger segist feginn að hafa sloppið við ákæru í Baugsmálinu. Hann segir forstjóra Kaupþings hafa reynt að kaupa sig til að falla frá málinu árið 2002 með boði um tvær milljónir bandaríkjadala. Þessu neitar Kaupþing. „Hvorki forstjóri Kaupþings banka né aðrir starfsmenn hans hafa nokkurn tímann boðið Jóni Gerald Sullenberger greiðslur fyrir að draga mál sitt gagnvart Baug til baka." 3.5.2007 14:49
Fagna hugmyndum um enduruppbyggingu eftir bruna Húsafriðunarnefnd ríkisins fagnar frumkvæði borgarstjóra Reykjavíkur um enduruppbyggingu húsanna á horni Austurstrætis og Lækjargötu sem skemmdust í eldsvoða þann 18. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefndinni. 3.5.2007 14:40
Fræðimannsíbúðinni í Kaupmannahöfn úthlutað Sjö fræðimenn munu fá afnot af íbúð Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn næsta vetur en úthlutun fór fram í dag. Úthlutunin gildir frá septembermánuði á þessu ári til ágústloka á því næsta. 3.5.2007 14:02
Kostaði ríkissjóð rúmlega 105 milljónir Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna meðferðar endurákæru í Baugsmálinu fyrir dómi eru rúmlega 105 milljónir króna. Þetta kom fram í dómsskjölum en í þeim ákvörðuðu dómarar laun verjenda. Við ákvörðun málsvarnarlauna var tekið mið af vinnuskýrslum verjenda og viðmiðunarreglum dómstólaráðs. Virðisaukaskattur er innifalinn í málsvarnarlaununum. 3.5.2007 13:59
Ráðuneyti útskýrir skjóta afgreiðslu ríkisborgararéttar Dóms- og kirkjumálaráðuneytið segir ekkert athugavert við skjóta afgreiðslu á umsókn stúlku frá Gvatemala um íslenskan ríkisborgararétt en stúlkan tengist Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. 3.5.2007 13:56
Rúmlega 400 hjól boðin upp hjá lögreglunni Rúmlega 400 reiðhjól verða boðin upp hjá óskilamunadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á laugardaginn. Að sögn lögreglu eru hjólin sem boðin verða upp bæði ný og gömul. 3.5.2007 13:44
Kastljós stendur við umfjöllun sína Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóssins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir Kastljósið standa við umfjöllun sína um veitingu ríkisborgararéttar til tilvonandi tengdadóttur Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Spurningu ráðherrans um hvort þátturinn láti misnota sig í pólitískum tilgangi er er jafnframt hafnað. Jónína sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hafnaði því sem hún kallar ásökunum Kastljóss og spurði hvort Kastljósið léti misnota sig með því að koma höggi á hana og Framsóknarflokkinn í aðdraganda kosninga. Þórhallur hafnar því að Kastljós er hafi verið misnotað af neinum. Hann segir meðal annars í yfirlýsingunni, að aldrei hafi verið sagt að Jónína hefði beitt sér í málinu, heldur vakin athygli á óvenjulegri afgreiðslu málsins. Þegar við bætist að stúlkan búi á heimili umhverfisráðherra sé full ástæða fyrir fjölmiðla að spyrja spurninga. 3.5.2007 13:33
Högnuðust um rúma 60 milljarða Íslenskir fjárfestar högnðust um rúma sextíu milljarða króna þegar þeir seldu 85 prósenta hlut sinn í búlgörsku símafélagi í gærkvöldi. 3.5.2007 13:09
Frakkar búsettir á Íslandi mjög vinstrisinnaðir Frakkar búsettir á Íslandi eru mun vinstrisinnaðri en landar þeirra í heimalandinu sé miðað við hvernig þeir kusu í utankjörstaðakosningu í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna. Rúmlega helmingur þeirra kaus Segolene Royal, frambjóðanda vinstrimanna, en aðeins einn af hverjum tíu hægrimanninn Nicolas Sarkozy. 3.5.2007 12:53
Mikil vonbrigði með sakfellingu Jóns Ásgeirs Gestur Jónsson lögmaður segir sakfellingu yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Baugsmálinu mikil vonbrigði. Hann sagði við fréttamenn eftir dómsuppkvaðningu í hádeginu að afstaða dómara til málatilbúnaðarins endurspeglaðist í því að ríkið væri látið bera mestan hluta málskostnaðar. Hann segir að dómurinn verði skoðaður, en ekki sé búið að ákveða hvort málinu verði áfrýjað. 3.5.2007 12:37
Hæðarslá féll á bíla Umferðarslys varð á Miklubraut í dag þegar að bíll með krana rakst á hæðarslá yfir götunni. Hún féll við það á tvo bíla og skemmdust þeir töluvert. Engin slys urðu á fólki. Loka þurfti öllum akreinum í vestur á meðan verið var að fjarlægja slánna af götunni. 3.5.2007 12:11
Jón Ásgeir og Tryggvi fá skilorðsbundna dóma Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að Baugsmálinu. Þá var Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri félagsins, dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. 3.5.2007 12:02
Niðurrif Pravda stöðvað að kröfu lögmanns Niðurrif á rústunum af skemmtistaðnum Pravda í Austurstræti sem hófst á laugardag, var stöðvað seinnipartinn í gær að kröfu lögmanns. Rekstraraðilar í húsinu telja að nú þegar hafi verið unnið ómetanlegt tjón á því sem þeir telja að hafi verið heill hluti af húsinu. Þeir eru óhressir með að borgin hyggist taka af þeim reksturinn án þess að tala við þá. 3.5.2007 12:00
Rafræn kjörskrá opnuð á vefnum Opnað hefur verið fyrir rafrænan aðgang að kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi alþingiskosningar. Þar geta kjósendur aflað sér upplýsinga um hvar þeiri eigi að kjósa og í hvaða kjördeild. 3.5.2007 11:28
Bein útsending - Dómur í Baugsmálinu Bein útsending verður í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 og á Vísir.is frá Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tólf en þá verður dómur kveðinn upp í Baugsmálinu. Um er að ræða 18 ákæruliði í endurákæru sem Sigurður Tómas Magnússon gaf út eftir að 32 ákæruliðum í Baugsmálinu hinu fyrra var vísað frá dómi. 3.5.2007 11:01
Nýskráðum bílum fækkar um 35 prósent Samdráttur upp á tæplega 35 prósent varð í nýskráningum bíla á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Alls voru tæplega 5.800 nýir bílar skráðir á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs samkvæmt Hagstofu Íslands 3.5.2007 10:45
Samið um tvö ný fiskiverkefni í Mósambík Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur samið við sjávarútvegsráðuneyti Mósambík um tvö ný verkefni á sviði fiskimála. Jóhann Pálsson, umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar, skrifaði undir samningana fyrir hönd Íslands í dag. 3.5.2007 10:08
Ekki byrjað að mæla skyggni á Hólmsheiði Röskum átján mánuðum eftir að flugvöllur á Hólmsheiði þótti álitlegur kostur - hafa enn engin tæki verið keypt til að mæla skyggni og skýjahæð á heiðinni. Samgönguráðuneytið hefur enn ekki farið fram á það við Flugstoðir ohf. að hefja mælingar sem nauðsynlegar eru til að taka afstöðu til flugvallar á heiðinni. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að hægt hefði verið að ná nægilegum upplýsingum á einu til tveimur árum. 2.5.2007 18:57
Ágreiningur um kostnað vegna viðgerða Ágreiningur er milli Vegagerðarinnar og Vélsmiðju Orms og Víglundar um viðgerðarkostnað á Grímseyjarferjunni, sem lengi hefur verið í slipp. Hægt hefur verið á viðgerðum vegna ágreiningsins. Viðgerðarkostnaður hefur farið langt fram úr áætlunum vegna lélégs ástands ferjunnar. 2.5.2007 18:47
Metfjöldi á fundi í Grímsey Fjölmennasti fundur sem sögur fara af í Grímsey var haldinn þar í gær. Þótt íbúarnir séu aðeins eitthundrað talsins mættu samt 140 manns á fundinn, sem sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi stóðu fyrir. Þar voru forystumenn flokksins gagnrýndir fyrir að vilja ekki ræða Evrópusambandsaðild. Reykjavíkurflugvöllur virtist brenna einna heitast á fundarmönnum. 2.5.2007 18:45
Flestir tilgreina persónulegar ástæður þegar sótt er um ríkisborgararétt Þeir sem fengið hafa ríkisborgararétt hér á landi að undangenginni afgreiðslu allsherjarnefndar Alþingis hafa flestir búið hér á landi í tvö ár eða lengur, eru eldri en 18 ára og uppfylla ekki búsetuskilyrði. Í langflestum tilvikum tilgreina þeir persónulegar ástæður eða ástæður fjölskyldulegs eðlis fyrir því að sótt er um undanþágu. 2.5.2007 18:05
Óvissan slæm fyrir skjólstæðinga SÁÁ Æskilegra hefði verið að nýundirritaður þjónustusamningur SÁÁ við ríkið næði til lengri tíma en næstu áramóta að sögn framkvæmdastjóra hjá SÁÁ. Hann segir óvissuna mjög slæma fyrir skjólstæðinga samtakanna. Samtökin undirrituðu í dag samkomulag við annars vegar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og hins vegar fjármálaráðuneytið um framlengingu þjónustusamnings við ríkið fram að næstu áramótum. Upphaflegur þjónustusamningur var frá ársbyrjun 2002 til árloka 2005. 2.5.2007 17:10
Fimm sóttu um embætti ríkissaksóknara Fimm umsækjendur sóttu um starf ríkissaksóknara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn föstudag. Umsækjendur eru hæstaréttarlögmennirnir Brynjar Níelsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson, saksóknararnir Egill Stephensen og Sigríður Friðjónsdóttir og Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari. 2.5.2007 16:47
Hræðileg vonbrigði Arndís Björnsdóttir, talsmaður Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja, segir oddvita listans í Norðausturkjördæmi ekki hafa haft samráð við sig áður en hætt var við framboð í kjördæminu. Arndís segir þetta vera hræðileg vonbrigði. 2.5.2007 16:22
Hlutur ríkisins mun renna til Suðurnesja Suðurnesin munu með einhverjum hætti njóta sölu ríkisins á hlut þess í Hitaveitu Suðurnesja. Þetta sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í samtali við Vísi í dag. Grétar Mar Jónsson frambjóðandi frjálslyndra í Suðurkjördæmi hefur lagt til að fjármagnið verði látið renna til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum. 2.5.2007 16:18