Innlent

Ekki innistæða fyrir öllum kosningaloforðunum

Hagfræðingur Alþýðusambandsins segir ekki innistæðu fyrir öllu því sem stjórnmálamenn hafa lofað í aðdraganda komandi alþingiskosninga.

Aðeins er rúm vika í kosningarnar og frambjóðendur hafa margir hverjir verið ósparir á kosningaloforðin. Skattalækkanir og uppbygging heilbrigðiskerfisins og samgöngumannvirkja eru meðal þess sem er á stefnuskrá flokkanna. Ljóst er að loforðin kosta sitt og í vorskýrslu Alþýðusambands Íslands sem kynnt var í gær er bent á að ekki sé innistæða fyrir öllum kosningaloforðunum.

Í skýrslunni segir að þrátt fyrir að almennt góðæri hafi verið í þjóðfélaginu á undanförnum árum hafi ójöfnuður vaxið og skuldir heimilanna aukist. Skýrsluhöfundar segja forgangsatriði að tökum sé náð á hagstjórninni og að stjórnmálamenn láti af ódýrum innhaldslausum loforðum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×