Innlent

Skattrannsóknarstjóri ríkisins stofnun ársins 2007

Skattrannsóknarstjóri ríkisins er stofnun ársins 2007 að mati rúmlega þrjú þúsund starfsmanna á opinberum vinnumarkaði. Þetta er annað árið í röð sem stofnunin verður fyrir valinu en hún fékk 4,62 í heildareinkunn af 5 mögulegum. Það er SFR, Stéttarfélag í almannaþjónustu, sem gerði könnunina.

Í öðru sæti varð Biskupsstofa og Skattstofa Suðurlands í því þriðja. Bæði hjá Skattrannsóknarstjóra og Biskupsstofu tóku allir starfsmenn þátt í könnuninni, óháð stéttarfélagsaðild. Öllum stofnunum ríkisins var boðið að taka þátt í könnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×