Innlent

Snjóél á Egilsstöðum

Vorið virðist hafa seinkað komu sinni, en frost á láglendi fór niður í tæpar þrjár gráður í nótt. Þá voru snjóél á Egilsstöðum klukkan níu í morgun. Frost var rúm ein gráða á Mývatni, tvær á Staðarhóli og tvær og hálf gráða á Reykjum í Hrútafirði. Aðeins er rúm vika síðan hitamet var slegið á Akureyri, en þá mældist hitinn þar 22,6 gráður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×