Innlent

Tveir handteknir grunaðir um innbrot

Tveir karlmenn voru handteknir í nótt grunaðir um innbrot í bíla. Annar maðurinn, sem var grímuklæddur, vísaði öllum ásökunum á bug þegar tekin var af honum skýrsla. Sagðist hann vera mikill áhugamaður um steina og að hann hafi verið við steinaskoðun þegar lögreglan kom að honum. Þótti saga hans ekki trúverðug og var hann færður ásamt hinum manninum í fangageymslu lögreglunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×