Innlent

Björn braggast

Heilsa Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra er nokkuð góð að hans mati en hann gekkst undir brjótsholsaðgerð fyrir rúmum þremur vikum. Hann býst við því að heilsa hans verði betri en áður þar sem nú sé búið að komast fyrir það sem hrjáði hann.

Það var í febrúar síðast liðinn sem Björn var lagður inn á sjúkrahús þar sem hægra lunga hans var fallið saman. Þá dvaldi hann í tvær vikur á sjúkrahúsinu en fyrir rúmum þremur vikum var lagður aftur inn af sömu ástæðu og gekkst þá undir brjóstholsaðgerð. Hann er nú kominn til starfa á ný og vonar að nú sé hann búinn að fá meina sinna bót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×