Innlent

Samfylkingin eyddi mestu, ekki Framsókn

Samfylkingin hefur eytt mestu í auglýsingar fyrir komandi kosningar en ekki Framsóknarflokkurinn líkt og fram kom í skýrslu Capacent Gallup sem við birtum í gær. Mistök urðu í samantekt sem gerð var á auglýsingakostnaðinum og var kostnaður Framsóknarflokksins var ofreiknaður um rúmlega 4,3 milljónir króna. Í yfirlýsingu frá Capacent Gallups segir að villan sé tilkomin vegna tvíbókunar á birtingum Framsóknarflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×