Innlent

Nýtt fangelsi rís á höfuðborgarsvæðinu

MYND/stefán

Áformað er að reisa nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu. Er það partur af áætlun um heildaruppbyggingu fangelsa á landinu. Fangelsið yrði í tengslum við nýja lögreglustöð sem á að rísa á næstu árum.

Í vefriti Dóms- og Kirkjumálaráðuneytisins kemur fram að unnið hafi verið að þarfagreiningu á nýju fangelsi í samvinnu við sérfræðinga frá dönsku fangelsismálastofnuninni.

„Nú er verið að kanna hvort unnt sé að fá lóð miðsvæðis sem rúmað gæti starfsemina og fara yfir kosti og kalla slíks fyrirkomulags" segir Valtýr

Sigursson, forstóri Fangelsismálastofnunar ríkisins.

Í fangelsinu verður gæsluvarðhaldsdeild og móttökudeild fyrir nær alla fanga, einkum fanga í einangrun. Þá verður deild fyrir fanga í vímuefnameðferð og sjúkradeild fyrir fanga með geðræn vandamál.

Uppbygging fangelsa Íslands landsins eru í fullum gangi um þessar mundir. Að sögn Valtýs eru framkvæmdir þessar í samræmi við áætlun um heildaruppbyggingu fangelsanna sem lögð var fram af Dóms- og Kirkjumálráðuneytið og Fangelsismálastofnun í september 2005.

Meðal framkvæmda er viðbygging við Kvíabryggju og í undirbúningi er bygging nýs fangelsis á Akureyri. Ennfremur er áformuð stækkun og breyting á Litla-Hrauni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×