Innlent

Brennuvargurinn ófundinn

Brennuvargur, sem er grunaður um að hafa kveikt í íbúðarhúsi á Akureyri undir morgun og í ruslagmámum í miðbænum, er enn ófundinn. Að sögn lögreglu fyrir stundu, hefur engin verið yfirheyrður og engar vísbendingar hafa fengist um hver hinn grunaði kann að vera. Nokkrar manneskjur voru inni í húsinu, sem hann kveikti í, en sluppu allar út ómeiddar. Húsið er stórskemmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×