Innlent

Vatnsmýrin metin út frá tímasparnaði við þéttingu byggðar

Verðmæti Vatnsmýrar var ekki metið út frá markaðsverði lóða, í skýrslu flugvallarnefndar, heldur út frá tímasparnaði sem fæst við þéttingu byggðar. Engu að síður fékkst út tugmilljarða ábati við það að leggja af Reykjavíkurflugvöll.

Landið sem myndi losna í Vatnsmýri, við það að flugvöllurinn yrði lagður niður, er í skýrslu flugvallarnefndar metið á sjötíu milljarða króna. Er áætlað að þar megi koma fyrir um 6.900 íbúðum, eða fimmtán til tuttugu þúsund manna byggð. Þegar búið er að draga frá kostnað við að byggja upp flugvöll annarsstaðar og reka flugið frá óhagkvæmari stað fæst út um 40 milljarða króna nettóssparnaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×