Innlent

Veiða hrefnu fyrir innanlandsmarkað

Hrefnuveiðibáturinn Halldór Sigurðsson ÍS hélt í sína fyrstu veiðiferð frá Bolungarvík í morgun. Hrefnubátarnir mega veiða samtals 74 hrefnur á þessari vertíð, bæði í atvinnuskyni og í vísindaskyni.Veiða má 38 hrefnur í atvinnuskyni og 36 í vísindaskyni og hefst vertíðin á vísindaveiðum. Þetta er ekki nema brot af því sem Hafrannsóknastofnun telur óhætt að veiða úr stofninum á ári, en það eru á bilinu 200 til 400 hrefnur. Allt kjötið af þessari vertíð á að fara á innanlandsmarkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×