Innlent

Páfagauk bjargað úr lífsháska

Slökkviliðsmenn á Akureyri björguðu í nótt páfagauki úr bráðri hættu eftir að hillusamstæða hafði hrunið niður á gólf í fjölbýlishúsi í bænum og páfagaukurinn orðið undir henni. Húsráðandi taldi að gaukurinn væri lifandi í rústunum, en réði ekki einn við að reisa hana við. Slökkviliðsmen fóru að öllu með gát og viti menn, gaukurinn kom í ljós heill á húfi, en hillusamstæðan er hinsvegar talsvert löskuð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×