Innlent

Ritstjóra Hestafrétta hótað líkamsmeiðingum og lífláti.

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Ritstjóra hestafrétta, Daníel Ben Þorgeirssyni hefur verið hótað líkamsmeiðingum birti hann myndir sem hann hefur undir höndum af manni að misþyrma hesti.

Daníel nafngreindi Hilmar Hróarsson, manninn sem fréttaskýringaþátturinn Kompás sýndi berja hest sinn. Honum bárust í kjölfarið fjölmargar ábendingar um sambærilegt athæfi.

Á vef Hestafrétta hafa spunnist snarpar umræður um málið og sýnist sitt hverjum um aðferðirnar.

,,Það eru engin nýmæli að suma hesta þurfi að tukta aðeins til, en það er ekki eitthvað sem þarf að gera oft, yfirleitt er það nóg einu sinni og þá lærir hesturinn sína lexíu. Þetta vita allir tamningamenn og flestir beita þessari aðferð." Segir Dagfinnur, einn notenda spjallsins.

,,Bull og kjaftæði", segir Daníel Ben um þetta, ekkert eðlilegt sé við þessa tamingaraðferð og þaðan af síður sé hún líkleg til skila árangri.

Daníel segir vefinn framvegis munum birta myndir og nafngreina menn í málum sem þessum. Hann veltir fyrir sér að kæra hótanirnar.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×