Fleiri fréttir Jeppi og snjóruðningstæki rákust saman í Víkurskarði Umferðaróhapp varð í Víkurskarði á Norðurlandi í morgun þar sem jeppi og snjóruðningstæki rákust saman. Að sögn lögreglunnar á Akureyri urðu ekki slys á fólki en draga þurfti jeppan af vettvangi. 18.3.2007 20:15 Á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í dag sex ökumenn fyrir hraðakstur á Reykjanesbrautinni. Sá sem hraðast ók var á 150 kílómetra hraða, annar á 142 kílómetra hraða og tveir á rúmlega 120 km hraða. 18.3.2007 20:00 Akkúrat rétti tíminn til að einkavæða orkufyrirtækin Nú er akkúrat rétti tíminn til að einkavæða orkufyrirtækin. Þetta segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Hann telur gríðarleg tækifæri felast í því, á alþjóðavettvangi, að leysa þau öfl úr læðingi sem búi í íslensku orkufyrirtækjunum. 18.3.2007 19:13 Málþófshótun kæfði áfengisfrumvarp Lagafrumvarp, sem hefði heimilað sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum, var hársbreidd frá því að ná í gegn. Allsherjarnefnd Alþingis hafði samþykkt málið en áður en kom að lokaafgreiðslu í gær var því kippt út af dagskrá af ótta við málþóf. 18.3.2007 19:06 Þjónustumiðstöð fyrir Norðurhöf verði á Vestfjörðum Varaþingmaður frá Suðureyri fékk samþykkta þingsályktunartillögu í nótt um að þjónustumiðstöð fyrir útgerð og siglingar í Norðurhöfum verði á Vestfjörðum. 18.3.2007 19:02 Alþingi samþykkir að stofna stærsta þjóðgarð Evrópu Vatnajökulsþjóðgarður, sem Alþingi samþykkti að stofna í gærkvöldi, verður stærsti þjóðgarður Evrópu. Hann mun ná yfir einn áttunda hluta Íslands. 18.3.2007 18:57 Óvenju mikil endurnýjun framundan á Alþingi Óvenju mikil endurnýjun verður á Alþingi Íslendinga í kosningum eftir átta vikur og má ætla að um helmingur þeirra þingmanna, sem kosnir voru fyrir fjórum árum, setjist ekki á þing á ný. Í hópi þeirra sem yfirgáfu þennan starfsvettvang í síðasta sinn í nótt voru nokkrir með um og yfir tuttugu ára þingreynslu. 18.3.2007 18:54 Landbúnaðarráðherra hefur flutt 160 opinber störf í eigið kjördæmi Ráðherrar hafa áhrif á hagvöxt og tekjustig landshluta með stjórnvaldsaðgerðum sínum. Landbúnaðarráðherra hefur flutt í eigið kjördæmi 160 opinber störf á tíu árum en Ísafjörð virðist vanta málsvara. 18.3.2007 18:45 Sáttmáli gegn stóriðjuáformum Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem þeir bjóða almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar að skrifa undir. Átakið stendur yfir í 10 daga og hvetja samtökin alla þingmenn og stjórnmálaflokka að hverfa frá frekari stóriðjuáformum. 18.3.2007 18:33 Holtavörðuheiði ekki opnuð fyrr en í fyrramálið Björgunarsveitir hafa í dag hjálpað fólki sem lenti í vandræðum á bæði Hellisheiði og Holtavörðuheiði vegna hvassviðris og ofankomu. Þá hafa snjóflóð fallið á veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar í dag. Illviðrið færir sig nú yfir á austurhluta landsins og ræður Slysavarnafélagið Landsbjörg fólki frá því að leggjast í ferðalög á illa búnum bílum. 18.3.2007 18:30 Fernt flutt á sjúkrahús eftir árekstur - Hellisheiði ófær Fernt var flutt á sjúkrahús í Reykjavík eftir að jeppa var ekið aftan á fólksbíl á Hellisheiði á fjórða tímanum í dag. Að sögn vaktahafandi læknis á slysadeild var fólkið allt í fólksbílnum, þar af eitt barn, og gengst það nú undir rannsókn. 18.3.2007 17:25 Segja fyrirheit um fjárhagslegan ávinning af stækkun brostin Samtökin Sól í Straumi, sem berjast gegn stækkun álvers Alcan í Straumsvík, segja fyrirheit Alcan um fjárhagslegan ávinning Hafnarfjarðarbæjar um allt að 800 milljónum króna af stækkuðu álveri brostin þar sem Alþingi hafi ekki samþykkt lagafrumvarp um breytingu á skattaumhverfi Alcan. 18.3.2007 16:37 Tafir á umferð á Hellisheiði vegna umferðarslyss Umferðarslys varð á Hellisheiði nú á fjórða tímanum þar sem jeppi og fólksbíll rákust saman. Um aftanákeyrslu var að ræða en ekki er vitað hvor ók aftan á hvorn. Tveir eða þrír munu hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna slyssins en meiðsli þeirra eru ekki sögð alvarleg. 18.3.2007 16:26 Formaður Rafiðnaðarsambandsins dæmdur fyrir meiðyrði Héraðdsómur Reykjavíkur hefur dæmt Guðmund Gunnarsson, formann Rafiðnaðarsambands Íslands, til að greiða eigendum starfsmannaleigunnar 2b ehf. samtals 800 þúsund krónur vegna ummæla sem hann lét falla um þau í fréttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins 23. október 2005. 18.3.2007 15:58 Framtíðarlandið býður þjóð og ráðamönnum sáttmála Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem samtökin bjóða þjóðinni og ráðamönnum að undirrita. Sáttmálinn kveður á um að þjóðin hafi kjark til að byggja upp fjölbreytt og lifandi samfélag þar sem hugvit og sköpunargleði fær að njóta sín ásamt því að áætlanir um náttúruvernd verði lögfestar áður en nokkuð frekar verður aðhafst í orkuvinnslu og stóriðju. 18.3.2007 15:35 Sex til átta bílnum bjargað ofan af Holtavörðuheiði Tvær Björgunarsveitir á Vestur- og Norðvesturlandi hafa frá því um hádegisbil í dag aðstoðað fólk sem lent hefur í erfiðleikum á Holtavörðuheiði en þar er veður vont og hefur heiðinni verið lokað vegna ófærðar. 18.3.2007 14:48 Harður árekstur í Breiðholtinu í hádeginu Harður árekstur varð á umferðarljósum á gatnamótum Höfðabakka og Stekkjarbakka í Breiðholti í hádeginu í dag. Þar rákust tveir fólksbílar saman en talið er að annar þeirra hafi ekið gegn rauðu ljósi. Ökumenn beggja bíla voru fluttir á sjúkrahús en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. 18.3.2007 14:32 Málþingi á Eskifirði aflýst vegna veðurs Málþingi um friðlýsingu Gerpissvæðisins frá Búlandsborgum að Karlsskála sem halda átti í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í dag hefur verið aflýst vegna veðurs. Að sögn aðstandenda er slæmt veður á Eskifirði eins og víða annars staðar á landinu og því ekki annað að gera en að fresta þinginu. 18.3.2007 13:01 Stærsta jarðýta landsins á ferðinni Stærsta jarðýta landsins var á ferðinni um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi. Um er að ræða 117 tonna ferlíki enda dugði ekkert minna en stærsti tengivagn landsins sem og öflugasti dráttarbíllinn. 18.3.2007 12:45 Lögregla leitar enn manns vegna nauðgunar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn haft hendur í hári manns sem grunaður er um að hafa nauðgað ungri konu laust eftir miðnætti í gær á kvennasalerni í kjallara Radisson SAS hótelsins. 18.3.2007 12:30 Tannheilsa barna einnig á ábyrgð foreldra Heilbrigðisráðherra segir ábyrgð foreldra mjög mikla þegar tannheilsa barna er annars vegar. Stefnt sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekinn aldurshóp barna. 18.3.2007 12:19 Alþingismenn farnir heim Störfum Alþingis á kjörtímabilinu er lokið. Geir H. Haarde forsætisráðherra las upp forsetabréf um þingfrestun og sleit síðasta þingfundi klukkan hálfeitt í nótt. Óvenju margir þingmenn, sem kjörnir voru síðast, sækjast ekki eftir endurkjöri. 18.3.2007 12:13 Björgunarsveitir til aðstoðar fólki á Holtavörðuheiði - heiðinni lokað Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna umferðarteppu og ófærðar og hafa björgunarsveitir frá Hvammstanga og Varmalandi verið kallaðar út til að aðstoða fólk í vandræðum. 18.3.2007 12:12 Búið að opna Hellisheiðina en ekkert ferðaveður Hellisheiðinni var lokað í morgun vegna blindhríðar og var lögregla og hjálparsveit kölluð út til að aðstoða ökumenn. Á Vestfjörðum og Norðurlandi er hins vegar víða búið að opna vegi eftir snjóflóð eða snjóflóðahættu. 18.3.2007 12:02 Ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi Kona um tvítugt var flutt á sjúkrahús í sjúkrabifreið eftir að hafa ekið bifreið sinni á staur á afrein á Hafnarfjarðarvegi sem liggur upp í Hamraborg í Kópavogi. 17.3.2007 20:56 Ekkert ferðaveður á norðanverðum Vestfjörðum Vegagerðin varar fólk við að vera á ferðinni á norðanverðum Vestfjörðum og segir að Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði sé enn lokuð en þar féllu að minnsta kosti tvö snjóflóð í kvöld. Bæði Ísafjarðardjúp og Óshlíð eru lokuð. 17.3.2007 20:50 Getur verið sóun á almannafé að styrkja veikustu svæðin Veikustu byggðasvæðin á landinu ætti síður að styrkja en hin sterkari, segir sérfræðingur. Forgangsröðun er mikilvæg og það getur verið sóun á almannafé að styrkja veikustu svæði landsins. 17.3.2007 19:45 Tvö umferðaróhöpp á Suðurnesjum Tvö umferðaróhöpp urðu eftir hádegi í dag í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Á Sandgerðisvegi varð umferðarslys þar sem tveir bílar rákust saman. Ökumenn þeirra slösuðust lítils háttar en báðar bifreiðarnar eru ónýtar. Þá var bíl ekið út af Grindavíkurvegi en enginn slasaðist þar. 17.3.2007 19:18 Deilt um barnabætur við upphaf þingfundar Nýr þingfundur hófst á Alþingi nú um klukkan 18.20 þar sem ætlunin er að taka fjölmörg frumvörp til þriðju og síðustu umræðu og þingsályktunartillögur til seinni umræðu svo hægt verði að fresta þingfundum fram yfir kosningar. Hins vegar hófust miklar deilur undir liðnum störf þingsins vegna svars fjármálaráðherra við fyrirpspurn um þróun barnabóta á síðustu árum. 17.3.2007 19:06 Hnignandi tannheilsa barna afrakstur stefnu stjórnvalda Formaður Tannlæknafélags Íslands segir hnignandi tannheilsu íslenskra barna vera afrakstur stefnu stjórnvalda síðastliðin 10 ár. Miklu hærri fjárframlög þurfi vilji þjóðin halda góðri tannheilsu. 17.3.2007 19:03 Íslendingar héldu sínum hlut í fiskveiðum við Evrópusambandsaðild Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þótt fullveldisáhrif yfir fiskimiðunum færðust yfir til Evrópusambandsins við aðild, myndu Íslendingar halda sínum hlut í fiskveiðum. 17.3.2007 18:59 Fyrningarfrestur afnuminn í alvarlegustu kynferðisbrotum gegn börnum Fyrningarfrestur verður afnuminn í alvarlegustu kynferðisafbrotum gagnvart börnum og refsingar þyngdar, samkvæmt breytingum sem Alþingi er að samþykkja á hegningarlögum þessa stundina. Þá verður svokallaður kynferðislegur lágmarksaldur hækkaður úr fjórtán árum upp í fimmtán. 17.3.2007 18:56 Olíusamráðsmálið hafði áhrif á væntanlega lagabreytingu Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að olíusamráðsmálið hafi haft áhrif á að samkeppnislögunum yrði breytt. Breytingar á lögunum verða að öllum líkindum samþykktar á Alþingi í kvöld. Í þeim er kveðið á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samráðsmálum. 17.3.2007 18:55 Tvö snjóflóð falla á veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar í Skutulsfirði er lokaður vegna snjóflóðs sem féll laust eftir klukkan 18 Í kvöld. Snjóruðningstæki var komið á vettvang og hugðist ryðja veginn en þá féll annað flóð og lenti á tækinu en ökumann sakaði ekki. 17.3.2007 18:55 Störfum Alþingis á kjörtímabilinu að ljúka Störfum Alþingis á kjörtímabilinu lýkur í kvöld. Þingmenn eru þessa stundina að samþykkja tugi nýrra laga og þingsályktana. Fyrr í dag tókst samkomulag um lok þingstarfa en ríkisstjórnin neyddist til að falla frá nokkrum þýðingarmiklum málum á lokasprettinum. 17.3.2007 18:53 Lögreglan lýsir eftir vitnum í tengslum við nauðgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir vitnum að nauðgun sem átti sér stað á milli klukkan hálfeitt og eitt í nótt. Þá réðst karlmaður á unga konu inni á kvennasalerni í kjallara Radisson SAS hótelsins og nauðgaði henni. 17.3.2007 18:25 Þrettán þingmenn sitja sína síðustu þingfundi Þrettán þingmenn sitja væntanlega sína síðustu þingfundi í dag en ætlunin er að fresta þingfundum síðar í kvöld fram yfir kosningar þegar búið verður að samþykkja frumvarpa og þingsályktunartillagna. Þingmennirnir tíu eiga það sameiginlegt að hafa annaðhvort ekki sóst eftir sæti á þingi aftur eða ekki náð settum árangri í prófkjörum. 17.3.2007 18:10 Hlaut slæm útlimabrot en er ekki í lífshættu Unga konan sem slasaðist í árekstri fólksbíls og pallbíls á Þrengslavegi í hádeginu í dag hlaut slæm útlimabrot en er ekki í lífshættu. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans hefur konan verið í aðgerð í dag og reiknað er með að hún verði á gjörgæsludeild í nótt. 17.3.2007 17:52 Mikill áhugi fyrir námskeiði um vatnsaflsvirkjanir Á þriðja tug erlendra nemenda mun dvelja hér á landi næstu vikuna í tengslum við námskeið um vatnsaflsvirkjanir. Námskeiðið er haldið á vegum samtakanna BEST sem eru evrópsk samtök háskólanema í tæknigreinum. 17.3.2007 16:54 Fyrningarfrestur afnuminn í grófustu brotum gegn börnum Fyrningarfrestur í alvarlegustu kynferðisbrotum gegn börnum verður afnuminn og brot byrja ekki að fyrnast fyrr en fólk nær 18 ára aldri í stað 14 samkvæmt nýjum breytingartillögum allsherjarnefndar Alþingis á ákvæðum í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. 17.3.2007 16:43 Samið um að þingi ljúki um kvöldmatarleytið Samkomulag hefur náðst um að ljúka þingi í dag um kvöldmatarleytið en þingfundur hefur staðið frá því klukkan hálftíu í morgun. 17.3.2007 15:56 Fjöldi umferðaróhappa í borginni í dag 21 umferðaróhapp hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í morgun og til klukkan þrjú sem er óvenjumikið á þessum tíma að sögn lögreglu. Hún segir að óhöppin megi flest rekja til aðstæðna í borginni en hálka hefur verið víða og virðist það hafa komið ökumönnum í opna skjöldu. 17.3.2007 15:35 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu Kona slasaðist alvarlega í árekstri fólksbíls og pallbíls við gömlu gatnamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar í hádeginu í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þurfti að kalla til tækjabíl slökkviliðsins til að losa stúlkuna úr flakinu en hún var svo flutt á slysadeild Landspítalans með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 17.3.2007 14:13 Inflúensan fyrr á ferðinni í ár en í fyrra Inflúensan í ár virðist nú vera í rénun en hún var nokkuð fyrr á ferðinni í ár en í fyrra eftir því sem fram kemur í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Samkvæmt tölum sem komnar eru frá Læknavaktinni var hámark inflúensunnar í sjöttu viku ársins en í fyrra var hámarkið í elleftu viku. 17.3.2007 13:41 Umferðarslys í Þrengslunum Umferðarslys varð í Þrengslunum nú í hádeginu og eru slökkvilið og lögregla á vettvangi. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglu að ein stúlka væri föst í bifreið en með meðvitund og verið væri að bjarga henni úr bíl sínum 17.3.2007 13:09 Sjá næstu 50 fréttir
Jeppi og snjóruðningstæki rákust saman í Víkurskarði Umferðaróhapp varð í Víkurskarði á Norðurlandi í morgun þar sem jeppi og snjóruðningstæki rákust saman. Að sögn lögreglunnar á Akureyri urðu ekki slys á fólki en draga þurfti jeppan af vettvangi. 18.3.2007 20:15
Á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í dag sex ökumenn fyrir hraðakstur á Reykjanesbrautinni. Sá sem hraðast ók var á 150 kílómetra hraða, annar á 142 kílómetra hraða og tveir á rúmlega 120 km hraða. 18.3.2007 20:00
Akkúrat rétti tíminn til að einkavæða orkufyrirtækin Nú er akkúrat rétti tíminn til að einkavæða orkufyrirtækin. Þetta segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Hann telur gríðarleg tækifæri felast í því, á alþjóðavettvangi, að leysa þau öfl úr læðingi sem búi í íslensku orkufyrirtækjunum. 18.3.2007 19:13
Málþófshótun kæfði áfengisfrumvarp Lagafrumvarp, sem hefði heimilað sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum, var hársbreidd frá því að ná í gegn. Allsherjarnefnd Alþingis hafði samþykkt málið en áður en kom að lokaafgreiðslu í gær var því kippt út af dagskrá af ótta við málþóf. 18.3.2007 19:06
Þjónustumiðstöð fyrir Norðurhöf verði á Vestfjörðum Varaþingmaður frá Suðureyri fékk samþykkta þingsályktunartillögu í nótt um að þjónustumiðstöð fyrir útgerð og siglingar í Norðurhöfum verði á Vestfjörðum. 18.3.2007 19:02
Alþingi samþykkir að stofna stærsta þjóðgarð Evrópu Vatnajökulsþjóðgarður, sem Alþingi samþykkti að stofna í gærkvöldi, verður stærsti þjóðgarður Evrópu. Hann mun ná yfir einn áttunda hluta Íslands. 18.3.2007 18:57
Óvenju mikil endurnýjun framundan á Alþingi Óvenju mikil endurnýjun verður á Alþingi Íslendinga í kosningum eftir átta vikur og má ætla að um helmingur þeirra þingmanna, sem kosnir voru fyrir fjórum árum, setjist ekki á þing á ný. Í hópi þeirra sem yfirgáfu þennan starfsvettvang í síðasta sinn í nótt voru nokkrir með um og yfir tuttugu ára þingreynslu. 18.3.2007 18:54
Landbúnaðarráðherra hefur flutt 160 opinber störf í eigið kjördæmi Ráðherrar hafa áhrif á hagvöxt og tekjustig landshluta með stjórnvaldsaðgerðum sínum. Landbúnaðarráðherra hefur flutt í eigið kjördæmi 160 opinber störf á tíu árum en Ísafjörð virðist vanta málsvara. 18.3.2007 18:45
Sáttmáli gegn stóriðjuáformum Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem þeir bjóða almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar að skrifa undir. Átakið stendur yfir í 10 daga og hvetja samtökin alla þingmenn og stjórnmálaflokka að hverfa frá frekari stóriðjuáformum. 18.3.2007 18:33
Holtavörðuheiði ekki opnuð fyrr en í fyrramálið Björgunarsveitir hafa í dag hjálpað fólki sem lenti í vandræðum á bæði Hellisheiði og Holtavörðuheiði vegna hvassviðris og ofankomu. Þá hafa snjóflóð fallið á veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar í dag. Illviðrið færir sig nú yfir á austurhluta landsins og ræður Slysavarnafélagið Landsbjörg fólki frá því að leggjast í ferðalög á illa búnum bílum. 18.3.2007 18:30
Fernt flutt á sjúkrahús eftir árekstur - Hellisheiði ófær Fernt var flutt á sjúkrahús í Reykjavík eftir að jeppa var ekið aftan á fólksbíl á Hellisheiði á fjórða tímanum í dag. Að sögn vaktahafandi læknis á slysadeild var fólkið allt í fólksbílnum, þar af eitt barn, og gengst það nú undir rannsókn. 18.3.2007 17:25
Segja fyrirheit um fjárhagslegan ávinning af stækkun brostin Samtökin Sól í Straumi, sem berjast gegn stækkun álvers Alcan í Straumsvík, segja fyrirheit Alcan um fjárhagslegan ávinning Hafnarfjarðarbæjar um allt að 800 milljónum króna af stækkuðu álveri brostin þar sem Alþingi hafi ekki samþykkt lagafrumvarp um breytingu á skattaumhverfi Alcan. 18.3.2007 16:37
Tafir á umferð á Hellisheiði vegna umferðarslyss Umferðarslys varð á Hellisheiði nú á fjórða tímanum þar sem jeppi og fólksbíll rákust saman. Um aftanákeyrslu var að ræða en ekki er vitað hvor ók aftan á hvorn. Tveir eða þrír munu hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna slyssins en meiðsli þeirra eru ekki sögð alvarleg. 18.3.2007 16:26
Formaður Rafiðnaðarsambandsins dæmdur fyrir meiðyrði Héraðdsómur Reykjavíkur hefur dæmt Guðmund Gunnarsson, formann Rafiðnaðarsambands Íslands, til að greiða eigendum starfsmannaleigunnar 2b ehf. samtals 800 þúsund krónur vegna ummæla sem hann lét falla um þau í fréttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins 23. október 2005. 18.3.2007 15:58
Framtíðarlandið býður þjóð og ráðamönnum sáttmála Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem samtökin bjóða þjóðinni og ráðamönnum að undirrita. Sáttmálinn kveður á um að þjóðin hafi kjark til að byggja upp fjölbreytt og lifandi samfélag þar sem hugvit og sköpunargleði fær að njóta sín ásamt því að áætlanir um náttúruvernd verði lögfestar áður en nokkuð frekar verður aðhafst í orkuvinnslu og stóriðju. 18.3.2007 15:35
Sex til átta bílnum bjargað ofan af Holtavörðuheiði Tvær Björgunarsveitir á Vestur- og Norðvesturlandi hafa frá því um hádegisbil í dag aðstoðað fólk sem lent hefur í erfiðleikum á Holtavörðuheiði en þar er veður vont og hefur heiðinni verið lokað vegna ófærðar. 18.3.2007 14:48
Harður árekstur í Breiðholtinu í hádeginu Harður árekstur varð á umferðarljósum á gatnamótum Höfðabakka og Stekkjarbakka í Breiðholti í hádeginu í dag. Þar rákust tveir fólksbílar saman en talið er að annar þeirra hafi ekið gegn rauðu ljósi. Ökumenn beggja bíla voru fluttir á sjúkrahús en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. 18.3.2007 14:32
Málþingi á Eskifirði aflýst vegna veðurs Málþingi um friðlýsingu Gerpissvæðisins frá Búlandsborgum að Karlsskála sem halda átti í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í dag hefur verið aflýst vegna veðurs. Að sögn aðstandenda er slæmt veður á Eskifirði eins og víða annars staðar á landinu og því ekki annað að gera en að fresta þinginu. 18.3.2007 13:01
Stærsta jarðýta landsins á ferðinni Stærsta jarðýta landsins var á ferðinni um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi. Um er að ræða 117 tonna ferlíki enda dugði ekkert minna en stærsti tengivagn landsins sem og öflugasti dráttarbíllinn. 18.3.2007 12:45
Lögregla leitar enn manns vegna nauðgunar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn haft hendur í hári manns sem grunaður er um að hafa nauðgað ungri konu laust eftir miðnætti í gær á kvennasalerni í kjallara Radisson SAS hótelsins. 18.3.2007 12:30
Tannheilsa barna einnig á ábyrgð foreldra Heilbrigðisráðherra segir ábyrgð foreldra mjög mikla þegar tannheilsa barna er annars vegar. Stefnt sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekinn aldurshóp barna. 18.3.2007 12:19
Alþingismenn farnir heim Störfum Alþingis á kjörtímabilinu er lokið. Geir H. Haarde forsætisráðherra las upp forsetabréf um þingfrestun og sleit síðasta þingfundi klukkan hálfeitt í nótt. Óvenju margir þingmenn, sem kjörnir voru síðast, sækjast ekki eftir endurkjöri. 18.3.2007 12:13
Björgunarsveitir til aðstoðar fólki á Holtavörðuheiði - heiðinni lokað Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna umferðarteppu og ófærðar og hafa björgunarsveitir frá Hvammstanga og Varmalandi verið kallaðar út til að aðstoða fólk í vandræðum. 18.3.2007 12:12
Búið að opna Hellisheiðina en ekkert ferðaveður Hellisheiðinni var lokað í morgun vegna blindhríðar og var lögregla og hjálparsveit kölluð út til að aðstoða ökumenn. Á Vestfjörðum og Norðurlandi er hins vegar víða búið að opna vegi eftir snjóflóð eða snjóflóðahættu. 18.3.2007 12:02
Ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi Kona um tvítugt var flutt á sjúkrahús í sjúkrabifreið eftir að hafa ekið bifreið sinni á staur á afrein á Hafnarfjarðarvegi sem liggur upp í Hamraborg í Kópavogi. 17.3.2007 20:56
Ekkert ferðaveður á norðanverðum Vestfjörðum Vegagerðin varar fólk við að vera á ferðinni á norðanverðum Vestfjörðum og segir að Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði sé enn lokuð en þar féllu að minnsta kosti tvö snjóflóð í kvöld. Bæði Ísafjarðardjúp og Óshlíð eru lokuð. 17.3.2007 20:50
Getur verið sóun á almannafé að styrkja veikustu svæðin Veikustu byggðasvæðin á landinu ætti síður að styrkja en hin sterkari, segir sérfræðingur. Forgangsröðun er mikilvæg og það getur verið sóun á almannafé að styrkja veikustu svæði landsins. 17.3.2007 19:45
Tvö umferðaróhöpp á Suðurnesjum Tvö umferðaróhöpp urðu eftir hádegi í dag í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Á Sandgerðisvegi varð umferðarslys þar sem tveir bílar rákust saman. Ökumenn þeirra slösuðust lítils háttar en báðar bifreiðarnar eru ónýtar. Þá var bíl ekið út af Grindavíkurvegi en enginn slasaðist þar. 17.3.2007 19:18
Deilt um barnabætur við upphaf þingfundar Nýr þingfundur hófst á Alþingi nú um klukkan 18.20 þar sem ætlunin er að taka fjölmörg frumvörp til þriðju og síðustu umræðu og þingsályktunartillögur til seinni umræðu svo hægt verði að fresta þingfundum fram yfir kosningar. Hins vegar hófust miklar deilur undir liðnum störf þingsins vegna svars fjármálaráðherra við fyrirpspurn um þróun barnabóta á síðustu árum. 17.3.2007 19:06
Hnignandi tannheilsa barna afrakstur stefnu stjórnvalda Formaður Tannlæknafélags Íslands segir hnignandi tannheilsu íslenskra barna vera afrakstur stefnu stjórnvalda síðastliðin 10 ár. Miklu hærri fjárframlög þurfi vilji þjóðin halda góðri tannheilsu. 17.3.2007 19:03
Íslendingar héldu sínum hlut í fiskveiðum við Evrópusambandsaðild Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þótt fullveldisáhrif yfir fiskimiðunum færðust yfir til Evrópusambandsins við aðild, myndu Íslendingar halda sínum hlut í fiskveiðum. 17.3.2007 18:59
Fyrningarfrestur afnuminn í alvarlegustu kynferðisbrotum gegn börnum Fyrningarfrestur verður afnuminn í alvarlegustu kynferðisafbrotum gagnvart börnum og refsingar þyngdar, samkvæmt breytingum sem Alþingi er að samþykkja á hegningarlögum þessa stundina. Þá verður svokallaður kynferðislegur lágmarksaldur hækkaður úr fjórtán árum upp í fimmtán. 17.3.2007 18:56
Olíusamráðsmálið hafði áhrif á væntanlega lagabreytingu Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að olíusamráðsmálið hafi haft áhrif á að samkeppnislögunum yrði breytt. Breytingar á lögunum verða að öllum líkindum samþykktar á Alþingi í kvöld. Í þeim er kveðið á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samráðsmálum. 17.3.2007 18:55
Tvö snjóflóð falla á veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar í Skutulsfirði er lokaður vegna snjóflóðs sem féll laust eftir klukkan 18 Í kvöld. Snjóruðningstæki var komið á vettvang og hugðist ryðja veginn en þá féll annað flóð og lenti á tækinu en ökumann sakaði ekki. 17.3.2007 18:55
Störfum Alþingis á kjörtímabilinu að ljúka Störfum Alþingis á kjörtímabilinu lýkur í kvöld. Þingmenn eru þessa stundina að samþykkja tugi nýrra laga og þingsályktana. Fyrr í dag tókst samkomulag um lok þingstarfa en ríkisstjórnin neyddist til að falla frá nokkrum þýðingarmiklum málum á lokasprettinum. 17.3.2007 18:53
Lögreglan lýsir eftir vitnum í tengslum við nauðgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir vitnum að nauðgun sem átti sér stað á milli klukkan hálfeitt og eitt í nótt. Þá réðst karlmaður á unga konu inni á kvennasalerni í kjallara Radisson SAS hótelsins og nauðgaði henni. 17.3.2007 18:25
Þrettán þingmenn sitja sína síðustu þingfundi Þrettán þingmenn sitja væntanlega sína síðustu þingfundi í dag en ætlunin er að fresta þingfundum síðar í kvöld fram yfir kosningar þegar búið verður að samþykkja frumvarpa og þingsályktunartillagna. Þingmennirnir tíu eiga það sameiginlegt að hafa annaðhvort ekki sóst eftir sæti á þingi aftur eða ekki náð settum árangri í prófkjörum. 17.3.2007 18:10
Hlaut slæm útlimabrot en er ekki í lífshættu Unga konan sem slasaðist í árekstri fólksbíls og pallbíls á Þrengslavegi í hádeginu í dag hlaut slæm útlimabrot en er ekki í lífshættu. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans hefur konan verið í aðgerð í dag og reiknað er með að hún verði á gjörgæsludeild í nótt. 17.3.2007 17:52
Mikill áhugi fyrir námskeiði um vatnsaflsvirkjanir Á þriðja tug erlendra nemenda mun dvelja hér á landi næstu vikuna í tengslum við námskeið um vatnsaflsvirkjanir. Námskeiðið er haldið á vegum samtakanna BEST sem eru evrópsk samtök háskólanema í tæknigreinum. 17.3.2007 16:54
Fyrningarfrestur afnuminn í grófustu brotum gegn börnum Fyrningarfrestur í alvarlegustu kynferðisbrotum gegn börnum verður afnuminn og brot byrja ekki að fyrnast fyrr en fólk nær 18 ára aldri í stað 14 samkvæmt nýjum breytingartillögum allsherjarnefndar Alþingis á ákvæðum í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. 17.3.2007 16:43
Samið um að þingi ljúki um kvöldmatarleytið Samkomulag hefur náðst um að ljúka þingi í dag um kvöldmatarleytið en þingfundur hefur staðið frá því klukkan hálftíu í morgun. 17.3.2007 15:56
Fjöldi umferðaróhappa í borginni í dag 21 umferðaróhapp hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í morgun og til klukkan þrjú sem er óvenjumikið á þessum tíma að sögn lögreglu. Hún segir að óhöppin megi flest rekja til aðstæðna í borginni en hálka hefur verið víða og virðist það hafa komið ökumönnum í opna skjöldu. 17.3.2007 15:35
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu Kona slasaðist alvarlega í árekstri fólksbíls og pallbíls við gömlu gatnamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar í hádeginu í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þurfti að kalla til tækjabíl slökkviliðsins til að losa stúlkuna úr flakinu en hún var svo flutt á slysadeild Landspítalans með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 17.3.2007 14:13
Inflúensan fyrr á ferðinni í ár en í fyrra Inflúensan í ár virðist nú vera í rénun en hún var nokkuð fyrr á ferðinni í ár en í fyrra eftir því sem fram kemur í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Samkvæmt tölum sem komnar eru frá Læknavaktinni var hámark inflúensunnar í sjöttu viku ársins en í fyrra var hámarkið í elleftu viku. 17.3.2007 13:41
Umferðarslys í Þrengslunum Umferðarslys varð í Þrengslunum nú í hádeginu og eru slökkvilið og lögregla á vettvangi. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglu að ein stúlka væri föst í bifreið en með meðvitund og verið væri að bjarga henni úr bíl sínum 17.3.2007 13:09