Innlent

Umferðarslys í Þrengslunum

Umferðarslys varð í Þrengslunum nú í hádeginu og eru slökkvilið og lögregla á vettvangi. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglu að ein stúlka væri föst í bifreið en með meðvitund og verið væri að bjarga henni úr bíl sínum. Frekari upplýsingar um slysið var ekki að fá að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×