Innlent

Þjónustumiðstöð fyrir Norðurhöf verði á Vestfjörðum

Varaþingmaður frá Suðureyri fékk samþykkta þingsályktunartillögu í nótt um að þjónustumiðstöð fyrir útgerð og siglingar í Norðurhöfum verði á Vestfjörðum.

Stjórnarandstæðingar ná sjaldan málum í gegnum Alþingi, hvað þá varaþingmenn úr þeirra röðum, en það gerðist þó í nótt þegar þingsályktunartillaga Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, varaþingmanns Vinstri - grænna, var samþykkt.

Samkvæmt henni á ríkisstjórnin að gera úttekt á möguleikum þess að efla norðanverða Vestfirði sem miðstöð þjónustu við vaxandi fiskveiðar við Austur-Grænland og skoða sérstaklega þann kost að þjónustumiðstöð og umskipunarhöfn fyrir siglingar í Norðurhöfum verði á Vestfjörðum. Haft verði náið samráð við heimamenn við gerð úttektarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×