Deilt um barnabætur við upphaf þingfundar 17. mars 2007 19:06 MYND/Stöð 2 Nýr þingfundur hófst á Alþingi nú um klukkan 18.20 þar sem ætlunin er að taka fjölmörg frumvörp til þriðju og síðustu umræðu og þingsályktunartillögur til seinni umræðu svo hægt verði að fresta þingfundum fram yfir kosningar. Hins vegar hófust miklar deilur við upphaf fundarins undir liðnum störf þingsins vegna svars fjármálaráðherra við fyrirpspurn um þróun barnabóta á síðustu árum.Stjórnarandstæðingar héldu því fram að tölurnar sýndu að framsóknarmenn hefðu svikið kosningaloforð sín en það hefði aðeins verið í fyrra og í ár sem auknir fjármunir hefðu verið lagðir til barnabóta. Árin þar á undan allt frá 1995 hefðu barnabætur hins vegar minnkað miðað við fast verðlag ársins 2005. Var stjórnin sökuð um að taka peninga frá barnafjölskyldum og færa þá þeim sem mestar tekjurnar hefðu.Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra benti hins vegar á að ákvarðanir um hækkun barnabóta hefði verið tekin fyrir tveimur árum og þá hefði verið ákveðið að greiða barnabætur til 18 ára aldurs. Sagði Árni enn fremur að kaupmáttur hópanna sem um ræddi hefði batnað stórkostlega. Því hefðu stjórnarandstöðuþingmenn ekki fagnað. Þeir sæju ekki hvað hefði verið gert á undanförnum árum vegna þess að þeir vildu það ekki.Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði hins vegar að fjármálaráðherra hefði ekki minnst á að það væru ekki allir sem fengju barnabætur til 18 ára aldurs barna og þá benti hún á að barnabætur byrjuðu að skerðast hjá einstæðum mæðrum við 90 þúsund króna markið. Ísland væri eitt þriggja ríkja innan OECD sem væri með tekjutengdar barnabætur.Í kjölfar umræðunnar hófust svo atkvæðagreiðslur um frumvörp og þingsályktunartillögur og hafa 19 frumvörp þegar verið samþykkt sem lög. Alls eru 55 mál á dagskrá þessa þingfundar. Samþykkja hefur þurft afbrigði frá þingsköpum þar sem of stutt er liðið frá síðustu umræðu um málin, en hún fór fram fyrr í dag. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Nýr þingfundur hófst á Alþingi nú um klukkan 18.20 þar sem ætlunin er að taka fjölmörg frumvörp til þriðju og síðustu umræðu og þingsályktunartillögur til seinni umræðu svo hægt verði að fresta þingfundum fram yfir kosningar. Hins vegar hófust miklar deilur við upphaf fundarins undir liðnum störf þingsins vegna svars fjármálaráðherra við fyrirpspurn um þróun barnabóta á síðustu árum.Stjórnarandstæðingar héldu því fram að tölurnar sýndu að framsóknarmenn hefðu svikið kosningaloforð sín en það hefði aðeins verið í fyrra og í ár sem auknir fjármunir hefðu verið lagðir til barnabóta. Árin þar á undan allt frá 1995 hefðu barnabætur hins vegar minnkað miðað við fast verðlag ársins 2005. Var stjórnin sökuð um að taka peninga frá barnafjölskyldum og færa þá þeim sem mestar tekjurnar hefðu.Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra benti hins vegar á að ákvarðanir um hækkun barnabóta hefði verið tekin fyrir tveimur árum og þá hefði verið ákveðið að greiða barnabætur til 18 ára aldurs. Sagði Árni enn fremur að kaupmáttur hópanna sem um ræddi hefði batnað stórkostlega. Því hefðu stjórnarandstöðuþingmenn ekki fagnað. Þeir sæju ekki hvað hefði verið gert á undanförnum árum vegna þess að þeir vildu það ekki.Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði hins vegar að fjármálaráðherra hefði ekki minnst á að það væru ekki allir sem fengju barnabætur til 18 ára aldurs barna og þá benti hún á að barnabætur byrjuðu að skerðast hjá einstæðum mæðrum við 90 þúsund króna markið. Ísland væri eitt þriggja ríkja innan OECD sem væri með tekjutengdar barnabætur.Í kjölfar umræðunnar hófust svo atkvæðagreiðslur um frumvörp og þingsályktunartillögur og hafa 19 frumvörp þegar verið samþykkt sem lög. Alls eru 55 mál á dagskrá þessa þingfundar. Samþykkja hefur þurft afbrigði frá þingsköpum þar sem of stutt er liðið frá síðustu umræðu um málin, en hún fór fram fyrr í dag.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira