Deilt um barnabætur við upphaf þingfundar 17. mars 2007 19:06 MYND/Stöð 2 Nýr þingfundur hófst á Alþingi nú um klukkan 18.20 þar sem ætlunin er að taka fjölmörg frumvörp til þriðju og síðustu umræðu og þingsályktunartillögur til seinni umræðu svo hægt verði að fresta þingfundum fram yfir kosningar. Hins vegar hófust miklar deilur við upphaf fundarins undir liðnum störf þingsins vegna svars fjármálaráðherra við fyrirpspurn um þróun barnabóta á síðustu árum.Stjórnarandstæðingar héldu því fram að tölurnar sýndu að framsóknarmenn hefðu svikið kosningaloforð sín en það hefði aðeins verið í fyrra og í ár sem auknir fjármunir hefðu verið lagðir til barnabóta. Árin þar á undan allt frá 1995 hefðu barnabætur hins vegar minnkað miðað við fast verðlag ársins 2005. Var stjórnin sökuð um að taka peninga frá barnafjölskyldum og færa þá þeim sem mestar tekjurnar hefðu.Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra benti hins vegar á að ákvarðanir um hækkun barnabóta hefði verið tekin fyrir tveimur árum og þá hefði verið ákveðið að greiða barnabætur til 18 ára aldurs. Sagði Árni enn fremur að kaupmáttur hópanna sem um ræddi hefði batnað stórkostlega. Því hefðu stjórnarandstöðuþingmenn ekki fagnað. Þeir sæju ekki hvað hefði verið gert á undanförnum árum vegna þess að þeir vildu það ekki.Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði hins vegar að fjármálaráðherra hefði ekki minnst á að það væru ekki allir sem fengju barnabætur til 18 ára aldurs barna og þá benti hún á að barnabætur byrjuðu að skerðast hjá einstæðum mæðrum við 90 þúsund króna markið. Ísland væri eitt þriggja ríkja innan OECD sem væri með tekjutengdar barnabætur.Í kjölfar umræðunnar hófust svo atkvæðagreiðslur um frumvörp og þingsályktunartillögur og hafa 19 frumvörp þegar verið samþykkt sem lög. Alls eru 55 mál á dagskrá þessa þingfundar. Samþykkja hefur þurft afbrigði frá þingsköpum þar sem of stutt er liðið frá síðustu umræðu um málin, en hún fór fram fyrr í dag. Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Nýr þingfundur hófst á Alþingi nú um klukkan 18.20 þar sem ætlunin er að taka fjölmörg frumvörp til þriðju og síðustu umræðu og þingsályktunartillögur til seinni umræðu svo hægt verði að fresta þingfundum fram yfir kosningar. Hins vegar hófust miklar deilur við upphaf fundarins undir liðnum störf þingsins vegna svars fjármálaráðherra við fyrirpspurn um þróun barnabóta á síðustu árum.Stjórnarandstæðingar héldu því fram að tölurnar sýndu að framsóknarmenn hefðu svikið kosningaloforð sín en það hefði aðeins verið í fyrra og í ár sem auknir fjármunir hefðu verið lagðir til barnabóta. Árin þar á undan allt frá 1995 hefðu barnabætur hins vegar minnkað miðað við fast verðlag ársins 2005. Var stjórnin sökuð um að taka peninga frá barnafjölskyldum og færa þá þeim sem mestar tekjurnar hefðu.Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra benti hins vegar á að ákvarðanir um hækkun barnabóta hefði verið tekin fyrir tveimur árum og þá hefði verið ákveðið að greiða barnabætur til 18 ára aldurs. Sagði Árni enn fremur að kaupmáttur hópanna sem um ræddi hefði batnað stórkostlega. Því hefðu stjórnarandstöðuþingmenn ekki fagnað. Þeir sæju ekki hvað hefði verið gert á undanförnum árum vegna þess að þeir vildu það ekki.Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði hins vegar að fjármálaráðherra hefði ekki minnst á að það væru ekki allir sem fengju barnabætur til 18 ára aldurs barna og þá benti hún á að barnabætur byrjuðu að skerðast hjá einstæðum mæðrum við 90 þúsund króna markið. Ísland væri eitt þriggja ríkja innan OECD sem væri með tekjutengdar barnabætur.Í kjölfar umræðunnar hófust svo atkvæðagreiðslur um frumvörp og þingsályktunartillögur og hafa 19 frumvörp þegar verið samþykkt sem lög. Alls eru 55 mál á dagskrá þessa þingfundar. Samþykkja hefur þurft afbrigði frá þingsköpum þar sem of stutt er liðið frá síðustu umræðu um málin, en hún fór fram fyrr í dag.
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira