Innlent

Störfum Alþingis á kjörtímabilinu að ljúka

Störfum Alþingis á kjörtímabilinu lýkur í kvöld. Þingmenn eru þessa stundina að samþykkja tugi nýrra laga og þingsályktana. Fyrr í dag tókst samkomulag um lok þingstarfa en ríkisstjórnin neyddist til að falla frá nokkrum þýðingarmiklum málum á lokasprettinum.

Endaspretturinn í þingstörfunum hófst nú á sjötta tímanum í kvöld en þá tóku þingmenn til við að samþykkja um það bil ný lög og þingsályktanir. Gera má ráð fyrir að atkvæðagreiðslan taki um tvær klukkustundir og búast menn við að henni ljúki nú milli klukkan sjö og átta og þar með ljúki fundum Alþingis á þessu kjörtímabili. Síðastu hnútur samkomulags um lok þingstarfa var hnýttur fyrr í dag þegar stjórnarmeirihlutinn féllst á kröfu um að falla frá breytingu á vegalögum sem Vinstri grænir sögðu að hefði þýtt lokun margra starfsstöðva Vegagerðarinnar úti á landi. Áður höfðu nokkur stór ríkisstjórnarmál verið söltuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×