Innlent

Formaður Rafiðnaðarsambandsins dæmdur fyrir meiðyrði

Héraðdsómur Reykjavíkur hefur dæmt Guðmund Gunnarsson, formann Rafiðnaðarsambands Íslands, til að greiða eigendum starfsmannaleigunnar 2b ehf. samtals 800 þúsund krónur vegna ummæla sem hann lét falla um þau í fréttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins 23. október 2005.

Fyritæki fólksins sá fyrirtæki á Kárahnjúkasvæðinu fyrir pólskum starfsmönnum og stóðu deilur um laun þeirra. Hélt Guðmundur því meðal annars fram í fréttum að annar eigandi 2b, úrkaínsk kona, hefði sagt verkstjórum á Kárahnjúkasvæðinu að ganga í skrokk á verkamönnunum ef þeir væru ekki þægir og að eigendur 2b væru að nýta sér eymd bláfátækst verkafólks.

Mat dómurinn það svo að ummæli Guðmundar í fjölmiðlum hefðu verið meiðandi og til þess fallin að skerða æru og ímynd fyrirtækis fólksins jafnvel þótt hann hefði ekki nefnt þau á nafn. Voru ummælin dæmd ómerk og Guðmundur dæmdur til að greiða eigendum 2b 200 þúsund krónur til að standa straum af birtingu dómsins í fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×