Innlent

Segja fyrirheit um fjárhagslegan ávinning af stækkun brostin

MYND/Anton Brink

Samtökin Sól í Straumi, sem berjast gegn stækkun álvers Alcan í Straumsvík, segja fyrirheit Alcan um fjárhagslegan ávinning Hafnarfjarðarbæjar um allt að 800 milljónum króna af stækkuðu álveri brostin þar sem Alþingi hafi ekki samþykkt lagafrumvarp um breytingu á skattaumhverfi Alcan.

Benda samtökin á að Alcan hafi byggt sína baráttu fyrir stækkun á því að þessi lagabreyting væri föst í hendi. Sól í Straumi harmar auk þess að beinar tekjur bæjarins af núverandi starfsemi Alcan skuli ekki aukast en þær eru nú um 70 milljónir króna á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×