Innlent

Ekkert ferðaveður á norðanverðum Vestfjörðum

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Elma Guðmundsdóttir

Vegagerðin varar fólk við að vera á ferðinni á norðanverðum Vestfjörðum og segir að Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði sé enn lokuð en þar féllu að minnsta kosti tvö snjóflóð í kvöld. Bæði Ísafjarðardjúp og Óshlíð eru lokuð.

Þá er hálka og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum og hálkublettir á Reykjanesbrautinni. Það er víða snjóþekja eða hálka á vegum um sunnan- og vestanvert landið og sumstaðar éljagangur eða jafnvel töluverð snjókoma.

Á Norðurlandi er víða einhver hálka og éljagangur en á Norðaustur- og Austurlandi eru vegir víða auðir þótt hálka, hálkublettir og skafrenningur séu á fjallvegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×