Innlent

Þrettán þingmenn sitja sína síðustu þingfundi

MYND/Stefán

Þrettán þingmenn sitja væntanlega sína síðustu þingfundi í dag en ætlunin er að fresta þingfundum síðar í kvöld fram yfir kosningar þegar búið verður að samþykkja frumvarpa og þingsályktunartillagna. Þingmennirnir tíu eiga það sameiginlegt að hafa annaðhvort ekki sóst eftir sæti á þingi aftur eða ekki náð settum árangri í prófkjörum.

Þetta eru þau Dagný Jónsdóttir, Jón Kristjánsson og Hjálmar Árnason úr Framsóknarflokknum, Guðrún Ögmundsdóttir, Jóhann Ársælsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Jón Gunnarsson og Margrét Frímannsdóttir úr Samfylkingunni og Guðmundur Hallvarðsson, Halldór Blöndal, Sigríður Anan Þórðardóttir, Sólveig Pétursdóttir og Sigurrós Þorgrímsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum.

Auk þess eru nokkrir þingmenn sem ólíklegt verður að telja að nái inn á þing miðað við stöðu þeirra á framboðslistum. Það má því búast við töluverðri endurnýjun á þingmannahópnum þegar Alþingi kemur næst saman eftir kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×