Innlent

Hlaut slæm útlimabrot en er ekki í lífshættu

MYND/GVA

Unga konan sem slasaðist í árekstri fólksbíls og pallbíls á Þrengslavegi í hádeginu í dag hlaut slæm útlimabrot en er ekki í lífshættu. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans hefur konan verið í aðgerð í dag og reiknað er með að hún verði á gjörgæsludeild í nótt. Í framhaldinu má reikna með því að hún dvelji á spítalanum í einhvern tíma enda illa brotin eins og áður kom fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×