Innlent

Lögregla leitar enn manns vegna nauðgunar

MYND/Pjetur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn haft hendur í hári manns sem grunaður er um að hafa nauðgað ungri konu laust eftir miðnætti í gær á kvennasalerni í kjallara Radisson SAS hótelsins.

Lögregla aulgýsti eftir vitnum í tenglsum við málið og að sögn Björgvins Björgvinssonar hjá kynferðisbrotadeild hafaf nokkrar ábendingar borist lögreglu. Maðurinn sem leitað er að er á aldrinum 20-30 ára, í kringum 165 sentímetrar á hæð, krúnurakaður með dökkan hársvörð, dökkar augabrýr og dökk augu. Hann var klæddur í grænleitan jakka og bar grænleita derhúfu. Talið er að hann sé frá Austur-Evrópu. Upplýsingasími lögreglunnar er 444-1100.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×