Innlent

Landbúnaðarráðherra hefur flutt 160 opinber störf í eigið kjördæmi

Ráðherrar hafa áhrif á hagvöxt og tekjustig landshluta með stjórnvaldsaðgerðum sínum. Landbúnaðarráðherra hefur flutt í eigið kjördæmi 160 opinber störf á tíu árum en Ísafjörð virðist vanta málsvara.

Nú korteri fyrir kosningar hafa byggðamál komist í sviðsljósið enn á ný. Síðustu daga höfum við greint frá því hvernig tekjuskipting íbúa er mismikil eftir landshlutum en því er ósvarað hvernig byggð verður háttað í Íslandi framtíðarinnar.

 

Sem leiðir hugann að spurningunni: Hvers vegna flytur fólk og hver er framtíðarsýn unga fólksins. Á hvaða leið eru komandi kynslóðir? Hvernig mun landið byggjast?

Þegar svör 16 ára ungmenna eru skoðuð kemur í ljós að þau leggja mikla áherslu á að verða rík í framtíðinni, sem kannski er vísbending um búsetu þeirra.

 

En telja sérfræðingar sem skoðað hafa búsetuþróun að sumar þær byggðir sem nú standa veikast muni deyja út innan skamms?

 

En hvað sem þeirri framtíðarsýn viðvíkur krefjast allir þeir sveitarstjórnarmenn landsbyggðarinnar sem fréttastofa hefur rætt við að byggðavanda Íslendinga verði aukinn gaumur gefinn. Og ekki bara rétt fyrir kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×